Innlent

Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grinda­vík

Kristján Már Unnarsson skrifar
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í dag.
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í dag. Skjáskot/Stöð 2

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól.

Haraldur ræddi við fréttastofuna í skjáviðtali í dag frá borginni New Bedford í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann segir Reykjanesskagann kominn í gang eftir áttahundruð ára hlé. Umbrotin núna séu aðeins byrjunin. Næstu ár og áratugi megi búast við töluverðum jarðhræringum á öllum skaganum, alla leið upp í Hengil og út í sjó utan við Reykjanes.

Núna þurfi virkilega að gera áhættumat á byggðum svæðum gagnvart jarðskorpuhreyfingum og hugsanlegu hraunrennsli. Hann nefnir Krýsuvíkureldstöðina og sprungukerfi hennar. Það liggi upp í Heiðmörk og að byggð við Rauðavatn.

Viðtalið, sem er 21 mínúta, má sjá hér:


Tengdar fréttir

Gagnrýnir Veðurstofuna fyrir að hamla aðgengi að GPS-gögnum

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Veðurstofu Íslands fyrir að takmarka aðgengi almennings að GPS-gögnum sem geri mönnum kleift að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. Segir hann að Veðurstofunni beri skylda til að koma þessum gögnum á framfæri svo þau séu öllum aðgengileg.

Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×