Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2023 21:11 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sýnir berggang við Stykkishólmshöfn en slík fyrirbæri myndast í kvikuinnskotum. Mynd/Stöð 2. Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. Haraldur er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi en á að baki langan alþjóðlegan vísindaferil við eldfjallarannsóknir víða um heim. Hann ræddi við okkur í dag frá Massachusetts í Bandaríkjunum. Þegar við báðum hann um að meta líkur á eldgosi við Grindavík benti hann á að kvikugangur sem þessi storknaði hratt. „Það fer eftir því hvað hann er þykkur hversu hratt hann storknar. Kvikugangur sem er meter, hann storknar á nokkrum dögum,“ segir Haraldur í frétt Stöðvar 2 og giskar á að þessi sé um tveggja metra breiður. „Ég mundi halda að hann sé búinn að tapa ansi miklum hita, að gangurinn sé orðinn hálfstorknaður, orðinn stinnur, og minni líkur á að kvikan gangi upp. Svo að ég mundi ekki búast við gosi núna.“ Grindavík er ein öflugasta útgerðarstöð landsins. Öll starfsemi í bænum hefur legið niðri frá því Almannavarnir fyrirskipuðu rýmingu þann 10. nóvember.Vilhelm Gunnarsson En telur Haraldur að það fari þá að verða óhætt fyrir Grindvíkinga að snúa heim? Eða þurfa þeir að bíða í marga mánuði? „Þetta er viðkvæmt mál. Og þetta eru ákvarðanir sem menn þurfa að taka. Ef ég byggi í Grindavík þá mundi ég vera farinn heim. Nema ég væri með hús sem væri mitt í sigdalnum. Eða mjög nálægt sigdalnum.“ En bætir við að allur sé varinn góður. „Og eðlilegt að sumu leyti að hafa flutt fólkið úr bænum. Ég mundi vera farinn heim fyrir jól,“ segir eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tuttugu mínútna langt viðtal við Harald má sjá hér: Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. 14. nóvember 2023 19:19 Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ 18. nóvember 2023 13:53 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Haraldur er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi en á að baki langan alþjóðlegan vísindaferil við eldfjallarannsóknir víða um heim. Hann ræddi við okkur í dag frá Massachusetts í Bandaríkjunum. Þegar við báðum hann um að meta líkur á eldgosi við Grindavík benti hann á að kvikugangur sem þessi storknaði hratt. „Það fer eftir því hvað hann er þykkur hversu hratt hann storknar. Kvikugangur sem er meter, hann storknar á nokkrum dögum,“ segir Haraldur í frétt Stöðvar 2 og giskar á að þessi sé um tveggja metra breiður. „Ég mundi halda að hann sé búinn að tapa ansi miklum hita, að gangurinn sé orðinn hálfstorknaður, orðinn stinnur, og minni líkur á að kvikan gangi upp. Svo að ég mundi ekki búast við gosi núna.“ Grindavík er ein öflugasta útgerðarstöð landsins. Öll starfsemi í bænum hefur legið niðri frá því Almannavarnir fyrirskipuðu rýmingu þann 10. nóvember.Vilhelm Gunnarsson En telur Haraldur að það fari þá að verða óhætt fyrir Grindvíkinga að snúa heim? Eða þurfa þeir að bíða í marga mánuði? „Þetta er viðkvæmt mál. Og þetta eru ákvarðanir sem menn þurfa að taka. Ef ég byggi í Grindavík þá mundi ég vera farinn heim. Nema ég væri með hús sem væri mitt í sigdalnum. Eða mjög nálægt sigdalnum.“ En bætir við að allur sé varinn góður. „Og eðlilegt að sumu leyti að hafa flutt fólkið úr bænum. Ég mundi vera farinn heim fyrir jól,“ segir eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tuttugu mínútna langt viðtal við Harald má sjá hér:
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. 14. nóvember 2023 19:19 Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ 18. nóvember 2023 13:53 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47
Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49
Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. 14. nóvember 2023 19:19
Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ 18. nóvember 2023 13:53