Í hinu tilvikinu var um að ræða slagsmál á veitingastað í miðborginni. Þegar lögreglu bar að var einn slasaður en gerandinn hafði komið sér undan með farsíma þolanda og önnur verðmæti. Ekki kemur fram í tilkynningu hvort hann hefur náðst.
Tvær tilkynningar bárust um umferðaróhöpp í miðborginni. Í öðru tilvikinu var einni bifreið ekið á aðra og stakk annar ökumannanna af. Lögregla náði hins vegar tali af honum stuttu steinna.
Í hinu tilvikinu ók ökumaður á ljóstastaur og síðan af vettvangi.
Einn var kærður fyrir að aka of hratt og án öryggisbeltis og annar handtekinn fyrir að aka undir áhrifum.