Körfubolti

Taphrina Blika tók loks enda og nú er komið að körlunum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Brooklyn Pannell leiddi markaskorun Blika með 36 stig.
Brooklyn Pannell leiddi markaskorun Blika með 36 stig. Vísir / Vilhelm

Breiðablik sótti sinn fyrsta sigur í Subway deild kvenna á þessu tímabili þegar þær  lögðu Snæfell að velli, 83-75. Ljóst var að gæfan myndi snúast fyrir annað hvort liðið, en þau voru bæði sigurlaus í neðstu sætum deildarinnar fyrir þennan leik.  

Karlaliði Breiðabliks hefur ekki heldur tekist að vinna leik á þessu tímabili, en þeir mæta einmitt Hamar á morgun, sem eru einnig sigurlausir. Spennandi verður að fylgjast með því hvort körlunum takist að afreka það sama og kvennaliðið gerði í kvöld. 

Karlalið Snæfells hefur einnig ekki unnið leik síðan starf félagsins var lagt niður árið 2020. 

Breiðablik setti tóninn snemma gegn Snæfelli í kvöld og voru fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Snæfellingar unnu sig hægt og rólega til baka og tókst að gera leikinn spennandi. Minnst munaði tveimur stigum þegar tvær mínútur voru eftir, en góður endasprettur Blika tryggði þeim átta stiga sigur að endingu. 

Brooklyn Pannell lagði svo sannarlega sitt af mörkum fyrir Breiðablik, en hún spilaði allar mínútur leiksins og varð langstigahæst með 36 stig, auk þess greip hún 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. 

Leik Þórs Ak. og Keflavíkur sem átti að fara fram í kvöld var frestað vegna veðurs. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×