Ófært Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifa 23. nóvember 2023 10:30 Áætlunarflug til Vestmannaeyja í sinni hefðbundnu mynd hefur legið niðri frá því að Ernir hætti að fljúga til Vestmannaeyja haustið 2020 ef frá eru taldir þeir samningar sem samgönguráðuneytið gerði á sínum tíma annars vegar við Icelandair og hins vegar Erni um lágmarksflug til Eyja í örfáa daga á viku. Ekkert reglulegt flug hefur verið til eða frá Eyjum frá því um miðjan apríl síðastliðinn. Ekki markaðslegar forsendur Ljóst þykir af þeim tilraunum sem flugrekstraraðilar hafa reynt við að halda úti flugi til Vestmannaeyja að flugið rekur sig ekki eitt og sér á markaðslegum forsendum. Þrátt fyrir það er tilvist áætlunarflugs við Vestmannaeyjar samfélaginu afar mikilvæg ekki síst á erfiðum vetrarmánuðum þegar siglingar í gegnum Landeyjahöfn eru ótryggari. Til að flugið henti sem raunhæfur valmöguleiki í samgöngum er mikilvægt að flug sé í boði fram og til baka sama daginn. Samgöngumál í skrúfunni Nú er svo komið að bilun hefur komið upp í skrúfubúnaði Herjólfs sem þýðir að skipið þarf í viðgerð og getur ekki sinnt eðlilegum flutningum á meðan svo er. Þess má geta að Röstin sem leysir Herjólf þegar og ef þörf krefur, getur ekki siglt til Þorlákshafnar. Þessar aðstæður eru íbúum í Vestmannaeyjum ekki bjóðandi. Brostin loforð Landeyjahöfn er ekki orðin sú heilsárshöfn sem samfélaginu var lofað og staða dýpkunarmála er óásættanleg þar sem erfiðlega gengur að tryggja nægjanlegt dýpi fyrir siglingar til Landeyjahafnar á vetrarmánuðum. Við þær aðstæður þarf að sigla erfiðari og lengri siglingu til Þorlákshafnar eða í versta falli fella alveg niður ferðir til og frá Vestmannaeyjum. Að sama skapi var bæjarstjórn lofað af hálfu samgönguráðuneytis fyrir vel rúmu ári síðan að gripið yrði til aðgerða fyrir þennan vetur til að tryggja flug til Vestmannaeyja en ýmsar lagaflækjur og Evrópusamþykktir bornar fyrir sig sem þyrfti að greiða úr áður en hægt væri að grípa til aðgerða. Nú hefur tíminn liðið og vel rúmlega það en ekkert bólar þó enn á áætlunarflugi. Grípa þarf til aðgerða, tafarlaust Það er deginum ljósara að koma þarf á áætlunarflugi til Vestmannaeyja strax, tryggja þarf öruggar flugsamgöngur til að fólk komist hratt og örugglega milli lands og Eyja, eldri borgarar og sjúklingar geti ferðast á þægilegan og skjótan máta án þeirra óþæginda sem langar siglingar og langar keyrslur fela í sér til að sækja sér m.a. þjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Flugið skiptir ekki síður miklu máli fyrir íþrótta- og atvinnulíf í Vestmannaeyjum. Þess utan er afar mikilvægt að farið verði að skoða alvarlega kaup eða jafnvel smíði á nýrri varaferju sem getur sinnt Vestmannaeyjum, Stykkishólmi og fleiri siglingaleiðum þegar á þarf að halda og henti vel siglingum til þeirra byggðarlaga. Staðan í samgöngumálum í Vestmannaeyjum er með öllu óásættanleg og skorum við á Vegagerðina og samgöngu- og fjármálaráðuneyti að grípa til tafarlausra aðgerða til að tryggja betri og öruggari samgöngur við Vestmannaeyjar. Höfundur er bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Samgöngur Rangárþing eystra Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Áætlunarflug til Vestmannaeyja í sinni hefðbundnu mynd hefur legið niðri frá því að Ernir hætti að fljúga til Vestmannaeyja haustið 2020 ef frá eru taldir þeir samningar sem samgönguráðuneytið gerði á sínum tíma annars vegar við Icelandair og hins vegar Erni um lágmarksflug til Eyja í örfáa daga á viku. Ekkert reglulegt flug hefur verið til eða frá Eyjum frá því um miðjan apríl síðastliðinn. Ekki markaðslegar forsendur Ljóst þykir af þeim tilraunum sem flugrekstraraðilar hafa reynt við að halda úti flugi til Vestmannaeyja að flugið rekur sig ekki eitt og sér á markaðslegum forsendum. Þrátt fyrir það er tilvist áætlunarflugs við Vestmannaeyjar samfélaginu afar mikilvæg ekki síst á erfiðum vetrarmánuðum þegar siglingar í gegnum Landeyjahöfn eru ótryggari. Til að flugið henti sem raunhæfur valmöguleiki í samgöngum er mikilvægt að flug sé í boði fram og til baka sama daginn. Samgöngumál í skrúfunni Nú er svo komið að bilun hefur komið upp í skrúfubúnaði Herjólfs sem þýðir að skipið þarf í viðgerð og getur ekki sinnt eðlilegum flutningum á meðan svo er. Þess má geta að Röstin sem leysir Herjólf þegar og ef þörf krefur, getur ekki siglt til Þorlákshafnar. Þessar aðstæður eru íbúum í Vestmannaeyjum ekki bjóðandi. Brostin loforð Landeyjahöfn er ekki orðin sú heilsárshöfn sem samfélaginu var lofað og staða dýpkunarmála er óásættanleg þar sem erfiðlega gengur að tryggja nægjanlegt dýpi fyrir siglingar til Landeyjahafnar á vetrarmánuðum. Við þær aðstæður þarf að sigla erfiðari og lengri siglingu til Þorlákshafnar eða í versta falli fella alveg niður ferðir til og frá Vestmannaeyjum. Að sama skapi var bæjarstjórn lofað af hálfu samgönguráðuneytis fyrir vel rúmu ári síðan að gripið yrði til aðgerða fyrir þennan vetur til að tryggja flug til Vestmannaeyja en ýmsar lagaflækjur og Evrópusamþykktir bornar fyrir sig sem þyrfti að greiða úr áður en hægt væri að grípa til aðgerða. Nú hefur tíminn liðið og vel rúmlega það en ekkert bólar þó enn á áætlunarflugi. Grípa þarf til aðgerða, tafarlaust Það er deginum ljósara að koma þarf á áætlunarflugi til Vestmannaeyja strax, tryggja þarf öruggar flugsamgöngur til að fólk komist hratt og örugglega milli lands og Eyja, eldri borgarar og sjúklingar geti ferðast á þægilegan og skjótan máta án þeirra óþæginda sem langar siglingar og langar keyrslur fela í sér til að sækja sér m.a. þjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Flugið skiptir ekki síður miklu máli fyrir íþrótta- og atvinnulíf í Vestmannaeyjum. Þess utan er afar mikilvægt að farið verði að skoða alvarlega kaup eða jafnvel smíði á nýrri varaferju sem getur sinnt Vestmannaeyjum, Stykkishólmi og fleiri siglingaleiðum þegar á þarf að halda og henti vel siglingum til þeirra byggðarlaga. Staðan í samgöngumálum í Vestmannaeyjum er með öllu óásættanleg og skorum við á Vegagerðina og samgöngu- og fjármálaráðuneyti að grípa til tafarlausra aðgerða til að tryggja betri og öruggari samgöngur við Vestmannaeyjar. Höfundur er bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar