Sýning byggð á samskiptum heimilisfólks á samfélagsmiðlum Íris Hauksdóttir skrifar 23. nóvember 2023 10:31 Þær Katla Einarsdóttir og Una María Magnúsdóttir standa fyrir heldur óvenjulegri listasýningu. aðsend Föstudaginn 24. nóvember opnar sýningarheimsóknin Skilaboð á Hönnunarsafni Íslands. Í heimsókninni skoða grafísku hönnuðirnir Katla Einarsdóttir og Una María Magnúsdóttir skilaboð á milli heimilisfólks á samskiptamiðlum og eru þeirra skondnu hliðar sérstaklega dregnar fram. „Við hittumst fyrst þegar Una var að læra við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam,“ segir Katla en sjálf var hún í sama prógrammi í skiptinámi frá Listaháskóla Íslands. „Sumarið á eftir lágu leiðir okkar óvænt aftur saman þegar við unnum saman á Hönnunarsafninu. Við eigum í ákveðnu ástarsambandi við Hönnunarsafnið þar sem við finnum okkur alltaf þar saman aftur og aftur í allskonar spennandi verkefnum. Nýjasta verkefnið okkar er þessi sýning Skilaboð sem við erum ótrúlega spenntar fyrir.“ Tímabundnar sýninarheimsóknir Þessa stundina er ein af sýningunum á Hönnunarsafninu föst sýning, og mun hún standa í fjögur ár. Þetta er sýningin Hönnunarsafnið sem heimili, yfirlitssýning yfir muni úr safneign Hönnunarsafnsins sett upp sem grunnmynd af heimili og líkt og á heimilum fólks má sjá þar hlið við hlið muni frá mismunandi tímabilum. Til þess að virkja sýninguna í þau fjögur ár sem hún mun standa verða reglulega settar inn í hana svokallaðar heimsóknir þar sem hönnuðir og listamenn setja upp tímabundnar sýningarheimsóknir inn á sýninguna. Sýningin Skilaboð er einmitt sú fyrsta af þessum heimsóknum, í desember mun Lilý Erla Adamsdóttir lífga upp á heimilið með veggteikningum í sinni heimsókn og svo bætast fleiri við eftir áramót. „Sýningin varð til þegar Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður safnsins potaði í okkur Kötlu þegar við vorum í sumarvinnu á safninu, og stakk upp á því að við gerðum svona sýningarheimsókn,“ segir Una og heldur áfram. „Hún var komin með hugmyndina að þessu efni, það er að segja samskipti heimilisfólks á samfélagsmiðlum. Við tókum svo við við keflinu og úr varð þessi sýning. Kjarninn að rannsókninni fyrir þetta verkefni var að skoða samskipti heimilismanna á samskiptamiðlum. Listakonurnar við gerð gólfmottunnar sem verður til sölu á sýningunni.aðsend Við byrjuðum á því að skoða þá spjallþræði sem við erum sjálfar í með okkar fjölskyldumeðlimum og skemmtum okkur alveg konunglega yfir því. Við köstuðum svo út aðeins stærra neti og fengum innsent efni frá fólki í kringum okkur. Við erum búnar að vera eins og kjánar í kasti yfir öllum þessum orðsendingum, þetta er búið að vera mjög fyndið allt saman. Allir að tala um það sama á fjölskylduspjallinu Það kom ákveðinn tímapunktur þar sem við urðum hræddar um að við værum þær einu sem fyndist þetta í alvöru fyndið en við erum búnar að prufukeyra þetta dæmi og þessi skilaboð vekja mikla gleði. Það er líka svo skemmtilegt hvernig maður tengir við skilaboð frá öðrum og fólk hefur mikið farið að deila eigin skilboðum og sögum með okkur þegar það heyrir af þessu verkefni. Maður sér það líka þá hvað það eru eiginlega allir að tala um það sama í fjölskylduspjöllunum sínum. Við vonum allavega að fólki muni finnast hún fyndin og að sem flestir geti tengt við hana. Fólkið sem á skilboðin er á öllum aldri, allt frá krökkum með takkasíma yfir í eldri borgara. Okkur hefur fundist gaman að skoða líka hvernig mismunandi aldurshópar tjá sig í skilaboðum og höfum tekið eftir alls konar mynstrum. Ungt fólk tjáir sig með styttingum, án þess að nota sérstafi og notar orðaforða sem tilheyrir hálfgerðu internet-slangri, á meðan eldra fólk tjáir sig í formlegri texta sem er málfræðilega réttur og vandaður. Þetta getur oft skapað mjög fyndnar andstæður. Blái liturinn vísar í skjámynd Skilaboðin verða sýnd á prenti, og lögð inn í föstu sýninguna á viðeigandi staði, þannig að skilaboðin sem hafa með kvöldmat að gera eru til dæmis í borðstofunni og skilaboðin sem tengjast fötum eru í fataherberginu og svoleiðis. Útlitið á prentefninu er svo innblásið af útliti á algengum samskiptamiðlum og pælingum um það hvernig maður túlkar eitthvað sem á heima í digital-heiminum á prenti. Við ákváðum að prenta sýninguna með prent aðferð sem er frekar ólík því sem fólk almennt tengir við síma og samskiptamiðla, en prentverkstæðið Farvi prentaði sýninguna fyrir okkur. Okkur fannst þessi prentaðferð passa skemmtilega við letrið sem við völdum. Það er frekar nýstárlegt og svo bíður aðferðin líka upp á mjög góðan bláan lit sem er bjartur og hefur sterka tengingu við bláa liti sem maður sér á skjá. Svo er líka gaman að segja frá því að við erum búnar að gera gólfmottu, sem verður til sýnis á sýningunni og einnig til sölu í safnbúð Hönnunarsafnsins. Mottan er unnin upp úr útliti sýningarinnar og á henni er ein af setningunum úr skilaboðunum sem við höfum safnað saman. Mottan er hálfgert orðagrín og frekar grilluð hugmynd sem við gátum ekki sleppt takinu af svo við gerðum hana bara. Mottan er framleidd í FabLab og er svona klassísk kókosgólfmotta sem við höfum laser-brennt skilaboðin í. Sýningin verður opnuð 24. nóvember með stuði og stemmningu á Hönnunarsafninu. Það verða drykkir á boðstólnum og plötusnúður. Húsið opnar kl. 17:00 og allir velkomnir að koma og skemmta sér og hlæja með okkur.“ Tíska og hönnun Sýningar á Íslandi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
„Við hittumst fyrst þegar Una var að læra við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam,“ segir Katla en sjálf var hún í sama prógrammi í skiptinámi frá Listaháskóla Íslands. „Sumarið á eftir lágu leiðir okkar óvænt aftur saman þegar við unnum saman á Hönnunarsafninu. Við eigum í ákveðnu ástarsambandi við Hönnunarsafnið þar sem við finnum okkur alltaf þar saman aftur og aftur í allskonar spennandi verkefnum. Nýjasta verkefnið okkar er þessi sýning Skilaboð sem við erum ótrúlega spenntar fyrir.“ Tímabundnar sýninarheimsóknir Þessa stundina er ein af sýningunum á Hönnunarsafninu föst sýning, og mun hún standa í fjögur ár. Þetta er sýningin Hönnunarsafnið sem heimili, yfirlitssýning yfir muni úr safneign Hönnunarsafnsins sett upp sem grunnmynd af heimili og líkt og á heimilum fólks má sjá þar hlið við hlið muni frá mismunandi tímabilum. Til þess að virkja sýninguna í þau fjögur ár sem hún mun standa verða reglulega settar inn í hana svokallaðar heimsóknir þar sem hönnuðir og listamenn setja upp tímabundnar sýningarheimsóknir inn á sýninguna. Sýningin Skilaboð er einmitt sú fyrsta af þessum heimsóknum, í desember mun Lilý Erla Adamsdóttir lífga upp á heimilið með veggteikningum í sinni heimsókn og svo bætast fleiri við eftir áramót. „Sýningin varð til þegar Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður safnsins potaði í okkur Kötlu þegar við vorum í sumarvinnu á safninu, og stakk upp á því að við gerðum svona sýningarheimsókn,“ segir Una og heldur áfram. „Hún var komin með hugmyndina að þessu efni, það er að segja samskipti heimilisfólks á samfélagsmiðlum. Við tókum svo við við keflinu og úr varð þessi sýning. Kjarninn að rannsókninni fyrir þetta verkefni var að skoða samskipti heimilismanna á samskiptamiðlum. Listakonurnar við gerð gólfmottunnar sem verður til sölu á sýningunni.aðsend Við byrjuðum á því að skoða þá spjallþræði sem við erum sjálfar í með okkar fjölskyldumeðlimum og skemmtum okkur alveg konunglega yfir því. Við köstuðum svo út aðeins stærra neti og fengum innsent efni frá fólki í kringum okkur. Við erum búnar að vera eins og kjánar í kasti yfir öllum þessum orðsendingum, þetta er búið að vera mjög fyndið allt saman. Allir að tala um það sama á fjölskylduspjallinu Það kom ákveðinn tímapunktur þar sem við urðum hræddar um að við værum þær einu sem fyndist þetta í alvöru fyndið en við erum búnar að prufukeyra þetta dæmi og þessi skilaboð vekja mikla gleði. Það er líka svo skemmtilegt hvernig maður tengir við skilaboð frá öðrum og fólk hefur mikið farið að deila eigin skilboðum og sögum með okkur þegar það heyrir af þessu verkefni. Maður sér það líka þá hvað það eru eiginlega allir að tala um það sama í fjölskylduspjöllunum sínum. Við vonum allavega að fólki muni finnast hún fyndin og að sem flestir geti tengt við hana. Fólkið sem á skilboðin er á öllum aldri, allt frá krökkum með takkasíma yfir í eldri borgara. Okkur hefur fundist gaman að skoða líka hvernig mismunandi aldurshópar tjá sig í skilaboðum og höfum tekið eftir alls konar mynstrum. Ungt fólk tjáir sig með styttingum, án þess að nota sérstafi og notar orðaforða sem tilheyrir hálfgerðu internet-slangri, á meðan eldra fólk tjáir sig í formlegri texta sem er málfræðilega réttur og vandaður. Þetta getur oft skapað mjög fyndnar andstæður. Blái liturinn vísar í skjámynd Skilaboðin verða sýnd á prenti, og lögð inn í föstu sýninguna á viðeigandi staði, þannig að skilaboðin sem hafa með kvöldmat að gera eru til dæmis í borðstofunni og skilaboðin sem tengjast fötum eru í fataherberginu og svoleiðis. Útlitið á prentefninu er svo innblásið af útliti á algengum samskiptamiðlum og pælingum um það hvernig maður túlkar eitthvað sem á heima í digital-heiminum á prenti. Við ákváðum að prenta sýninguna með prent aðferð sem er frekar ólík því sem fólk almennt tengir við síma og samskiptamiðla, en prentverkstæðið Farvi prentaði sýninguna fyrir okkur. Okkur fannst þessi prentaðferð passa skemmtilega við letrið sem við völdum. Það er frekar nýstárlegt og svo bíður aðferðin líka upp á mjög góðan bláan lit sem er bjartur og hefur sterka tengingu við bláa liti sem maður sér á skjá. Svo er líka gaman að segja frá því að við erum búnar að gera gólfmottu, sem verður til sýnis á sýningunni og einnig til sölu í safnbúð Hönnunarsafnsins. Mottan er unnin upp úr útliti sýningarinnar og á henni er ein af setningunum úr skilaboðunum sem við höfum safnað saman. Mottan er hálfgert orðagrín og frekar grilluð hugmynd sem við gátum ekki sleppt takinu af svo við gerðum hana bara. Mottan er framleidd í FabLab og er svona klassísk kókosgólfmotta sem við höfum laser-brennt skilaboðin í. Sýningin verður opnuð 24. nóvember með stuði og stemmningu á Hönnunarsafninu. Það verða drykkir á boðstólnum og plötusnúður. Húsið opnar kl. 17:00 og allir velkomnir að koma og skemmta sér og hlæja með okkur.“
Tíska og hönnun Sýningar á Íslandi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira