Birgir telur spurningu Sverris ekki svara verða Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2023 12:07 Sverrir fór fram á að Birgir drægi orð sín til baka en Birgir heldur ekki, segir ummæli Sverris ekki verðskulda andsvör. vísir/vilhelm Birgir Þórarinsson alþingismaður hafnar því alfarið að draga til baka ummæli sín um afhöfðun kornabarna. Vísir birti í gær frétt þar sem Sverrir Agnarsson, ráðgjafi í markaðsmálum, fer þess á leit að Birgir Þórarinsson þingmaður dragi til baka orð sín þess efnis að kornabörn hafi verið afhöfðuð í árás Hamas á landtökubyggðir Ísraela þann 7. Október 2023. Ummælin féllu í umræðum um ályktun Alþingis þar sem árásirnar sem og stríðið í Gasa var fordæmt. Birgir heldur ekki. „Ég mun ekki tjá mig frekar um málflutning Sverris Agnarssonar. Á fundi í sal Þjóðminjasafnsins fyrir skömmu, þar sem ég var einn af frummælendum, neitaði hann hryðjuverki Hamas á óbreytta borgara í Ísrael og sagði að eitt barn hafi látist og það hafi verið af völdum Ísraels,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ummæli hans verðskulda ekki andsvör.“ Birgir ritar grein á Vísi þar sem hann í raun endurtekur það sem hann hafði áður sagt. Þar greinir Birgir frá því að hann hafi farið til Ísrael og Palestínu þar sem hann ræddi við þarlend stjórnvöld, eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. „Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu,“ segir Birgir. Lýsingar hans eru sláandi og í raun í takti við það sem hann hefur áður sagt á Alþingi Íslendinga. „Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað,“ segir meðal annars í grein Birgis. Þá segir hann: „Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir.“ Sverrir sendi Birgi Ármannssyni afrit af bréfi sem hann stílaði bæði á Birgi og Ingu Sæland sem tók undir með Birgi Þórarinssyni. Nú er að vita hvort forseti Alþingis beiti sér fyrir því að málið fari í formlegan farveg. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Vísir birti í gær frétt þar sem Sverrir Agnarsson, ráðgjafi í markaðsmálum, fer þess á leit að Birgir Þórarinsson þingmaður dragi til baka orð sín þess efnis að kornabörn hafi verið afhöfðuð í árás Hamas á landtökubyggðir Ísraela þann 7. Október 2023. Ummælin féllu í umræðum um ályktun Alþingis þar sem árásirnar sem og stríðið í Gasa var fordæmt. Birgir heldur ekki. „Ég mun ekki tjá mig frekar um málflutning Sverris Agnarssonar. Á fundi í sal Þjóðminjasafnsins fyrir skömmu, þar sem ég var einn af frummælendum, neitaði hann hryðjuverki Hamas á óbreytta borgara í Ísrael og sagði að eitt barn hafi látist og það hafi verið af völdum Ísraels,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ummæli hans verðskulda ekki andsvör.“ Birgir ritar grein á Vísi þar sem hann í raun endurtekur það sem hann hafði áður sagt. Þar greinir Birgir frá því að hann hafi farið til Ísrael og Palestínu þar sem hann ræddi við þarlend stjórnvöld, eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. „Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu,“ segir Birgir. Lýsingar hans eru sláandi og í raun í takti við það sem hann hefur áður sagt á Alþingi Íslendinga. „Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað,“ segir meðal annars í grein Birgis. Þá segir hann: „Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir.“ Sverrir sendi Birgi Ármannssyni afrit af bréfi sem hann stílaði bæði á Birgi og Ingu Sæland sem tók undir með Birgi Þórarinssyni. Nú er að vita hvort forseti Alþingis beiti sér fyrir því að málið fari í formlegan farveg.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira