Telur að formaður HSÍ eigi að segja af sér Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2023 15:16 Hvorki Bubbi né Guðmundur, og margir fleiri ef marka má samfélagsmiðla, eru sáttir við það að íslenska handknattleikslandsliðið muni spila merktir Arnarlaxi. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust. Styrktarsamingur HSÍ við Arnarlax hefur farið öfugt ofan í margan stuðningsamann íslenska landsliðsins. En HSÍ hefur skuldbundið liðsmenn til að vera í búningum sem merktir eru í bak og fyrir Arnarlax. Þannig brá mörgum í brún þegar Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, var fljótur upp á afturlappirnar, fordæmdi fortakslaust þetta samstarf og taldi það með öllu óboðlegt. Fjölmargir hafa tekið í sama streng og nú hefur Bubbi ritað viðhorfspistil undir fyrirsögninni „Nú eru þeir strákarnir þeirra“. Bubbi telur HSÍ hafa gerst sek um alvarlegan dómgreindarskort og hann telur að Guðmundur B. Ólafsson formaður ætti að taka pokann sinn. Samningurinn sé reginhneyksli, orðspor sjókvíaeldisfyrirtæksins sé ömurlegt og það hafi nýverið verið sektað um 120 milljónir fyrir að hafa vanrækt að sinna skyldu sinni að tilkynna um gat á kvíum sínum. „Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landsliðið til að hvítþvo dapurlega ímynd sína er ömurlegt og hefur skaðað íþróttina sem og landsliðið í heild,“ skrifar Bubbi. Og það hvín í tálknunum á honum. „Hver hefur geð í sér að horfa á strákana okkar auglýsa Arnarlax,“ spyr Bubbi. Hann heldur því fram að um sé að ræða fyrirtæki sem hefur að því virðist engan áhuga á íslenskri náttúru annan en þann að mergsjúga hana. „Til þess eins að græða sem mest og skilja lítið sem ekkert eftir af þeim ofboðslega arði sem þeir hirða upp úr fjörðum landsins,“ segir Bubbi sem telur að HSÍ eigi að skammast sín: „Norsku aurgoðarnir hafa ekki bara hirt firði landsins heldur líka íslenska landsliðið í handbolta og nú eru þeir strákarnir þeirra.“ Sjókvíaeldi Handbolti HSÍ ÍSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Styrktarsamingur HSÍ við Arnarlax hefur farið öfugt ofan í margan stuðningsamann íslenska landsliðsins. En HSÍ hefur skuldbundið liðsmenn til að vera í búningum sem merktir eru í bak og fyrir Arnarlax. Þannig brá mörgum í brún þegar Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, var fljótur upp á afturlappirnar, fordæmdi fortakslaust þetta samstarf og taldi það með öllu óboðlegt. Fjölmargir hafa tekið í sama streng og nú hefur Bubbi ritað viðhorfspistil undir fyrirsögninni „Nú eru þeir strákarnir þeirra“. Bubbi telur HSÍ hafa gerst sek um alvarlegan dómgreindarskort og hann telur að Guðmundur B. Ólafsson formaður ætti að taka pokann sinn. Samningurinn sé reginhneyksli, orðspor sjókvíaeldisfyrirtæksins sé ömurlegt og það hafi nýverið verið sektað um 120 milljónir fyrir að hafa vanrækt að sinna skyldu sinni að tilkynna um gat á kvíum sínum. „Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landsliðið til að hvítþvo dapurlega ímynd sína er ömurlegt og hefur skaðað íþróttina sem og landsliðið í heild,“ skrifar Bubbi. Og það hvín í tálknunum á honum. „Hver hefur geð í sér að horfa á strákana okkar auglýsa Arnarlax,“ spyr Bubbi. Hann heldur því fram að um sé að ræða fyrirtæki sem hefur að því virðist engan áhuga á íslenskri náttúru annan en þann að mergsjúga hana. „Til þess eins að græða sem mest og skilja lítið sem ekkert eftir af þeim ofboðslega arði sem þeir hirða upp úr fjörðum landsins,“ segir Bubbi sem telur að HSÍ eigi að skammast sín: „Norsku aurgoðarnir hafa ekki bara hirt firði landsins heldur líka íslenska landsliðið í handbolta og nú eru þeir strákarnir þeirra.“
Sjókvíaeldi Handbolti HSÍ ÍSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira