Åge hefur trú á Íslandi í umspilinu: „Í fótbolta er ekkert ómögulegt“ Aron Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2023 15:27 Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta Vísir/Egill Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýst vel á möguleika liðsins í umspili fyrir EM. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leikmenn Íslands verði klárir í baráttuna í mars. Dregið var í umspilið í morgun. Ísland mun að öllum líkindum mæta Ísrael á hlutlausum velli þar sem ekki hefur reynst öruggt að spila heimaleiki Ísrael í Tel Aviv sökum ólgunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Bosnía & Herzegóvína og sigurvegarar þessara tveggja viðureigna mætast svo í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. „Ísrael er andstæðingur sem við getum staðið okkur vel gegn,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag. „Við létum horfa á leik þeirra gegn Sviss og erum með góða innsýn inn í þetta lið og hvernig það spilar. Enginn af þessum leikjum er auðveldur. Þetta er eins og bikarleikur. Við þurfum að vera sniðugir í okkar nálgun og þolinmóðir. Koma okkur í þennan úrslitaleik. Það sama gildir um andstæðinginn. Þetta eru spennandi leikir og það veit enginn hvernig liðin munu líta út í mars. Þetta verður spennandi og vonandi náum við að komast áfram.“ Hvernig mun þjálfarateymi Íslands undirbúa liðið næstu mánuðina fram að leiknum í mars? „Við vorum með njósnara í Búdapest að fylgjast með Ísrael og eigum von á skýrslu frá honum. Þá munum við skoða undanfarna leiki Ísrael. Þeir eru með gæðaleikmenn innan sinna raða og við þurfum að undirbúa leik okkar gegn þeim vel.“ Þá mun Hareide nýta landsliðsverkefni Íslands í janúar, þar sem honum standa til boða leikmenn sem spila hér heima sem og á Norðurlöndunum, til þess að kanna mögulega kosti fyrir landsliðið. „Kannski finnum við leikmenn þar sem geta hjálpað okkur í mars. Eina vandamálið er að þessir leikmenn verða ekki búnir að spila marga leikmenn í aðdraganda þess verkefnis.“ Það skipti íslenska landsliðið höfuðmáli að reyndustu og bestu leikmenn þess verði heilir heilsu þegar að umspilið fer fram. „Styrktarþjálfarinn okkar mun fylgjast vel með leikmönnum í gegnum þessa mánuði. Hversu mikið þeir æfa og hvernig þeir æfa. Þá munum við vera í miklum samskiptum við leikmennina sjálfa í gegnum þessa mánuði.“ Það að hafa fengið leik gegn Ísrael í B-hluta umspilsins hafi verið betra en að mæta Wales í A-hlutanum líkt og hefði geta verið raunin. „Já ég tel það. Að mæta Wales í Cardiff hefði verið erfiðara. Þá munum við að öllum líkindum mæta Ísrael á hlutlausum velli. Þetta eru þó allt erfiðir leikir og við þurfum að eiga okkar bestu leiki.“ Beri Ísland sigur úr býtum gegn Ísrael þykir líklegast að liðið muni mæta Úkraínu í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. „Þetta munu verða tveir mikilvægir leikir en í fótbolta er ekkert ómögulegt. Við látum okkur hlakka til umspilsins. Úkraína er líklegast besta liðið af þessum fjórum í B-hlutanum. Ef við mætum þeim í úrslitaleiknum þá mætum við erfiðum andstæðingi. Við þurfum hins vegar að einblína á Ísrael og vitum hvað góð úrslit þar geta gert fyrir okkur. Við þurfum að trúa á sjálfa okkur í þessum leik. Trúa því að við getum þetta. Ég trúi því.“ Aron Einar gífurlega mikilvægur Þá var hann spurður út í mikilvægi þess að Aron Einar, sem meiddist eftir leikinn gegn Slóvakíu á dögunum, verði heill heilsu og byrjaður að spila reglulega í Katar fyrir verkefnið. „Það er mjög mikilvægt. Hann er mikilvægur okkar liði, innan sem utan vallar. Þetta er leiðtogi liðsins á marga vegu. Leikmaður sem styður við alla leikmenn. Hann elskar að spila fyrir Ísland. Vonandi verður hann kominn á fullt í mars. Ég tel að hann muni finna sér lið í janúar.“ Aðspurður um markmannsstöðu liðsins, þar sem þrír markmenn hafa fengið að spreyta sig í undanförnum landsliðsverkefnum, hafði Hareide þetta að segja: „Hákon Rafn átti mjög góðan leik gegn Portúgal á dögunum og átti í þokkabót mjög gott og stöðugt tímabil með Elfsborg. Rúnar hefur ekki verið að spila mikið fyrir Cardiff á meðan að Elías hefur verið að gera vel í Portúgal. Hákon kom inn og stóð sig vel gegn Portúgal og þá erum við með góðan markmann í Noregi í Patrik Gunnarssyni.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Dregið var í umspilið í morgun. Ísland mun að öllum líkindum mæta Ísrael á hlutlausum velli þar sem ekki hefur reynst öruggt að spila heimaleiki Ísrael í Tel Aviv sökum ólgunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Bosnía & Herzegóvína og sigurvegarar þessara tveggja viðureigna mætast svo í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. „Ísrael er andstæðingur sem við getum staðið okkur vel gegn,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag. „Við létum horfa á leik þeirra gegn Sviss og erum með góða innsýn inn í þetta lið og hvernig það spilar. Enginn af þessum leikjum er auðveldur. Þetta er eins og bikarleikur. Við þurfum að vera sniðugir í okkar nálgun og þolinmóðir. Koma okkur í þennan úrslitaleik. Það sama gildir um andstæðinginn. Þetta eru spennandi leikir og það veit enginn hvernig liðin munu líta út í mars. Þetta verður spennandi og vonandi náum við að komast áfram.“ Hvernig mun þjálfarateymi Íslands undirbúa liðið næstu mánuðina fram að leiknum í mars? „Við vorum með njósnara í Búdapest að fylgjast með Ísrael og eigum von á skýrslu frá honum. Þá munum við skoða undanfarna leiki Ísrael. Þeir eru með gæðaleikmenn innan sinna raða og við þurfum að undirbúa leik okkar gegn þeim vel.“ Þá mun Hareide nýta landsliðsverkefni Íslands í janúar, þar sem honum standa til boða leikmenn sem spila hér heima sem og á Norðurlöndunum, til þess að kanna mögulega kosti fyrir landsliðið. „Kannski finnum við leikmenn þar sem geta hjálpað okkur í mars. Eina vandamálið er að þessir leikmenn verða ekki búnir að spila marga leikmenn í aðdraganda þess verkefnis.“ Það skipti íslenska landsliðið höfuðmáli að reyndustu og bestu leikmenn þess verði heilir heilsu þegar að umspilið fer fram. „Styrktarþjálfarinn okkar mun fylgjast vel með leikmönnum í gegnum þessa mánuði. Hversu mikið þeir æfa og hvernig þeir æfa. Þá munum við vera í miklum samskiptum við leikmennina sjálfa í gegnum þessa mánuði.“ Það að hafa fengið leik gegn Ísrael í B-hluta umspilsins hafi verið betra en að mæta Wales í A-hlutanum líkt og hefði geta verið raunin. „Já ég tel það. Að mæta Wales í Cardiff hefði verið erfiðara. Þá munum við að öllum líkindum mæta Ísrael á hlutlausum velli. Þetta eru þó allt erfiðir leikir og við þurfum að eiga okkar bestu leiki.“ Beri Ísland sigur úr býtum gegn Ísrael þykir líklegast að liðið muni mæta Úkraínu í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. „Þetta munu verða tveir mikilvægir leikir en í fótbolta er ekkert ómögulegt. Við látum okkur hlakka til umspilsins. Úkraína er líklegast besta liðið af þessum fjórum í B-hlutanum. Ef við mætum þeim í úrslitaleiknum þá mætum við erfiðum andstæðingi. Við þurfum hins vegar að einblína á Ísrael og vitum hvað góð úrslit þar geta gert fyrir okkur. Við þurfum að trúa á sjálfa okkur í þessum leik. Trúa því að við getum þetta. Ég trúi því.“ Aron Einar gífurlega mikilvægur Þá var hann spurður út í mikilvægi þess að Aron Einar, sem meiddist eftir leikinn gegn Slóvakíu á dögunum, verði heill heilsu og byrjaður að spila reglulega í Katar fyrir verkefnið. „Það er mjög mikilvægt. Hann er mikilvægur okkar liði, innan sem utan vallar. Þetta er leiðtogi liðsins á marga vegu. Leikmaður sem styður við alla leikmenn. Hann elskar að spila fyrir Ísland. Vonandi verður hann kominn á fullt í mars. Ég tel að hann muni finna sér lið í janúar.“ Aðspurður um markmannsstöðu liðsins, þar sem þrír markmenn hafa fengið að spreyta sig í undanförnum landsliðsverkefnum, hafði Hareide þetta að segja: „Hákon Rafn átti mjög góðan leik gegn Portúgal á dögunum og átti í þokkabót mjög gott og stöðugt tímabil með Elfsborg. Rúnar hefur ekki verið að spila mikið fyrir Cardiff á meðan að Elías hefur verið að gera vel í Portúgal. Hákon kom inn og stóð sig vel gegn Portúgal og þá erum við með góðan markmann í Noregi í Patrik Gunnarssyni.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira