Fótbolti

Litlar sem engar líkur taldar á EM sæti Ís­lands

Aron Guðmundsson skrifar
Íslenska landsliðið á fyrir höndum afar mikilvægt verkefni
Íslenska landsliðið á fyrir höndum afar mikilvægt verkefni Vísir/Getty

Töl­fræði­veitan Foot­ball Meets Data hefur reiknað út líkur þeirra liða, sem taka þátt í um­spili um laust sæti á EM 2024 í fót­bolta, á að tryggja sér sæti á EM í gegnum um­spilið. Ís­land er á meðal þátt­töku­þjóða í um­spilinu.

Skemmst er frá því að segja að ekki eru taldar miklar líkur á því að ís­lenska lands­liðið muni ná að tryggja sér sæti á móti næsta árs sem fer fram í Þýska­landi.

Ljóst er að Ís­land mun mæta Ísrael í undan­úr­slitum um­spilsins og komist liðið með sigur frá þeim leik bíður úr­slita­leikur við sigur­vegarann úr leik Úkraínu og Bonsíu & Herzegóvínu.

Fyrir­fram eru mestar líkur taldar á því að Úkraína muni tryggja sér EM-sæti í gegnum þennan B-hluta um­spilsins með 57% líkum. Á­tján prósent líkur eru taldar á því að annað hvort Ísrael eða Bosnía muni tryggja sér EM-sæti.

Lýkur Ís­lands eru hins vegar að­eins taldar vera sex prósent, sem er það lægsta hjá liði í B-hluta um­spilsins.

Um­spilið fer fram í mars á næsta ári og fellur það nú í skaut ís­lenska lands­liðsins að af­sanna hrak­spár töl­fræði­veitunnar og tryggja sér sæti á EM næsta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×