Vill að Sun Jun-ho verði leystur úr haldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. nóvember 2023 06:32 Hefur þjálfað Þýskaland og Bandaríkin en er í dag þjálfari Suður-Kóreu. Fred Lee/Getty Images Hinn þýski Jürgen Klinsmann, þjálfari Suður-Kóreu í knattspyrnu, hefur óskað eftir því að leikmaðurinn Sun Jun-ho verði leystur úr haldi Kínverja fyrir jól en leikmanninum hefur verið haldið þar í landi frá því síðasta sumar. Í maí á þessu ári var sagt að Sun Jon-ho væri í haldi ríkistjórnarinnar en það var þó ekki ljóst hvað hann hafði gert af sér. Fréttastofan AP sagði fyrr á árinu að leikmaðurinn væri grunaður um að hagræða úrslitum ásamt þjálfara Shandong Taishan, Hao Wei. Nýjustu fréttir segja að Sun Jon-ho hafi þegið mútur frá andstæðingum ríkistjórnar Kínar. Hvar, hvernig eða fyrir hvað hefur þó ekki komið fram. Hinn 31 árs gamli miðjumaður hafði spilað í Kína síðan 2021 þegar hann samdi við Shandong Taishan en fram að því spilaði hann í heimalandinu. Hann á að baki 20 A-landsleiki, þar af þrjá á HM í Katar á síðasta ári. Engar sannanir „Ég á mér eina ósk, það er að Kínverjar leysi Son úr haldi fyrir jól,“ sagði Klinsmann eftir 3-0 sigur Suður-Kóreu á Kína í undankeppni HM á dögunum. „Þeir hafa ekki sýnt fram á að hann hafi gert neitt rangt. Við vonum að ríkisstjórn Kína leysi hann úr haldi fyrir jól svo hann geti séð fjölskyldu sína,“ bætti Klinsmann við. Í samtali við fréttaveituna AFP þá staðfesti Knattspyrnusamband Suður-Kóreu að það hefði sent fólk til Kína til að leysa Son úr haldi en lögfræðingur leikmannsins var ekki viljugur að ræða við sendinefndina. Mao Ning, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði einfaldlega að í Kína væri farið eftir lögum. Það er því enn óvitað hvort Son fái að snúa aftur til Suður-Kóreu eða hvar hann er í haldi kínverskra yfirvalda. Fótbolti Kína Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
Í maí á þessu ári var sagt að Sun Jon-ho væri í haldi ríkistjórnarinnar en það var þó ekki ljóst hvað hann hafði gert af sér. Fréttastofan AP sagði fyrr á árinu að leikmaðurinn væri grunaður um að hagræða úrslitum ásamt þjálfara Shandong Taishan, Hao Wei. Nýjustu fréttir segja að Sun Jon-ho hafi þegið mútur frá andstæðingum ríkistjórnar Kínar. Hvar, hvernig eða fyrir hvað hefur þó ekki komið fram. Hinn 31 árs gamli miðjumaður hafði spilað í Kína síðan 2021 þegar hann samdi við Shandong Taishan en fram að því spilaði hann í heimalandinu. Hann á að baki 20 A-landsleiki, þar af þrjá á HM í Katar á síðasta ári. Engar sannanir „Ég á mér eina ósk, það er að Kínverjar leysi Son úr haldi fyrir jól,“ sagði Klinsmann eftir 3-0 sigur Suður-Kóreu á Kína í undankeppni HM á dögunum. „Þeir hafa ekki sýnt fram á að hann hafi gert neitt rangt. Við vonum að ríkisstjórn Kína leysi hann úr haldi fyrir jól svo hann geti séð fjölskyldu sína,“ bætti Klinsmann við. Í samtali við fréttaveituna AFP þá staðfesti Knattspyrnusamband Suður-Kóreu að það hefði sent fólk til Kína til að leysa Son úr haldi en lögfræðingur leikmannsins var ekki viljugur að ræða við sendinefndina. Mao Ning, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði einfaldlega að í Kína væri farið eftir lögum. Það er því enn óvitað hvort Son fái að snúa aftur til Suður-Kóreu eða hvar hann er í haldi kínverskra yfirvalda.
Fótbolti Kína Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira