Óttuðust að ný gervigreind gæti ógnað mannkyninu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2023 22:08 Starfsmennirnir eru sagðir hafa skrifað stjórnendum fyrirtækisins bréf. EPA-EFE/WU HAO Starfsmenn bandaríska tæknifyrirtækisins OpenAI sem sérhæft hefur sig í gervigreind, eru sagðir hafa viðrað áhyggjur sínar af nýrri gervigreind sem fyrirtækið var að vinna að áður en Sam Altman, forstjóri þess var látinn fjúka. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið. Þar segir að ný útgáfa gervigreindarinnar, sem ber heitið Q*, hafi valdið sumum starfsmönnum svo miklum áhyggjum að þeir hafi skrifað stjórnendum fyrirtækisins bréf. Segir breski miðillinn að þetta hafi gerst áður en Altman var vikið úr starfi forstjóra. Eins og fram hefur komið var Altman ráðinn aftur sem forstjóri fyrirtækisins tveimur dögum síðar. Starfsmenn og fjárfestar mótmæltu brottrekstrinum og verður stjórnarmeðlimum skipt út fyrir nýja til að greiða fyrir endurkomu hans. Q* gervigreindin er sögð hafa getað leyst einfaldar stærðfræðiþrautir sem hún hafði ekki séð áður. Var hraði þróunar hennar svo mikill að starfsmenn hafi fyllst áhyggjum af því að gervigreindin gæti ógnað mannkyninu. Fram kemur í frétt Guardian að gervigreind hafi hingað til ekki haft getuna til að leysa slíkar þrautir. Haft er eftir Andrew Rogoyski, sérfræðingi á sviði gervigreindar við háskólann í Surrey, að reynist þetta rétt sé um að ræða miklar framfarir. Áður hafa fjölmargir sérfræðingar lýst yfir áhyggjum af þróun fyrirtækja líkt og OpenAI á gervigreind. Þeir hafa varað við því að þróun hennar sé of hröð en OpenAI framleiðir þekktustu gervigreind í heimi um þessar mundir, ChatGPT. Gervigreind Bandaríkin Mest lesið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið. Þar segir að ný útgáfa gervigreindarinnar, sem ber heitið Q*, hafi valdið sumum starfsmönnum svo miklum áhyggjum að þeir hafi skrifað stjórnendum fyrirtækisins bréf. Segir breski miðillinn að þetta hafi gerst áður en Altman var vikið úr starfi forstjóra. Eins og fram hefur komið var Altman ráðinn aftur sem forstjóri fyrirtækisins tveimur dögum síðar. Starfsmenn og fjárfestar mótmæltu brottrekstrinum og verður stjórnarmeðlimum skipt út fyrir nýja til að greiða fyrir endurkomu hans. Q* gervigreindin er sögð hafa getað leyst einfaldar stærðfræðiþrautir sem hún hafði ekki séð áður. Var hraði þróunar hennar svo mikill að starfsmenn hafi fyllst áhyggjum af því að gervigreindin gæti ógnað mannkyninu. Fram kemur í frétt Guardian að gervigreind hafi hingað til ekki haft getuna til að leysa slíkar þrautir. Haft er eftir Andrew Rogoyski, sérfræðingi á sviði gervigreindar við háskólann í Surrey, að reynist þetta rétt sé um að ræða miklar framfarir. Áður hafa fjölmargir sérfræðingar lýst yfir áhyggjum af þróun fyrirtækja líkt og OpenAI á gervigreind. Þeir hafa varað við því að þróun hennar sé of hröð en OpenAI framleiðir þekktustu gervigreind í heimi um þessar mundir, ChatGPT.
Gervigreind Bandaríkin Mest lesið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira