Utan vallar: Ísland og hin heimilislausu liðin drógust saman í umspili EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 10:01 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu vissu alltaf að þeir myndu ekki spila umspilsleikina á Íslandi. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið er nú aðeins tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi næsta sumar. Eftir þung og erfið síðustu ár hjá landsliðinu þá er tilefni til bjartsýni nú þegar það er raunhæfur möguleiki að komast í hóp þeirra 24 þjóða sem keppa um Evrópumeistaratitilinn sumarið 2024. Íslenska liðið var síðasta liðið inn í umspilið um laus þrjú sæti og endaði síðan í B-deildarumspilinu eftir dráttinn í gær. Það er alltaf talað um að það skipti mestu máli að fá heimaleik en þegar þú ert ekki með heimavöll þá er nú hægt að segja að Knattspyrnusamband Íslands hafði í raun heppnina með sér með að lenda á útivelli í báðum leikjunum. Það var reyndar alltaf ljóst að fyrri leikurinn yrði á útivelli. Laugardalsvöllurinn hýsir ekki fótboltaleik í mars og því hefði KSÍ þurft að finna hentugan leikvang erlendis til að taka af sér hlutverk heimavallar Íslands. Það er ef íslenska liðið kæmist í úrslitaleikinn um laust sæti. Sá leikur er bara fjórum dögum eftir undanúrslitaleikinn og því hefði þurft að gera ráðstafanir og leigja leikvang hvernig sem færi. Jú, heimaleikur Íslands hefði ekki farið fram á Íslandi. Þessu hefur verið hótað af Alþjóðasamböndum í handbolta og körfubolta þar sem íþróttahöllin okkar í Laugardalnum er á endalausum undanþágum en hefði orðið að veruleika fyrir fótboltalandsliðið í mars. Þess í stað mætir Ísland hinum heimilislausu liðum evrópska landsliðsfótboltans. Það eru þó ekki skortur á nothæfum þjóðarleikvangi sem kemur í veg fyrir heimaleikina þeirra eins og hjá okkur Íslendingum. Stríðsástand í Úkraínu og Ísrael sjá til þess að landslið þeirra þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Ísland mætir Ísrael á útivelli undanúrslitum umspilsins en sá leikur verður spilaður á hlutlausum velli. Líklegast er að sá leikur fari fram í Ungverjalandi og þá jafnvel í Búdapest þar sem leið Íslands á síðasta Evrópumót endaði með grátlegu tapi. Takist okkar strákum að slá út Ísraelsmenn þá bíður liðsins annar útileikur á móti annaðhvort Úkraínu eða Bosníu sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Verði það Úkraína verður leikurinn á hlutlausum velli en úkraínska liðið hefur spilað leiki sína í Póllandi, Slóvakíu, Tékklandi og Þýskalandi í þessar undankeppni. Það var kannski við hæfi að heimilislausu landsliðin lendi saman í umspilinu. Það eru auðvitað mjög sorglegar ástæður fyrir því Úkraína og Ísrael geti ekki spilað heima hjá sér en hreinlega vandræðalegt fyrir Ísland að vera í þessari stöðu. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Utan vallar Tengdar fréttir Åge hefur trú á Íslandi í umspilinu: „Í fótbolta er ekkert ómögulegt“ Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýst vel á möguleika liðsins í umspili fyrir EM. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leikmenn Íslands verði klárir í baráttuna í mars. 23. nóvember 2023 15:27 Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. 23. nóvember 2023 11:44 Mæta Ísrael í umspilinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. 23. nóvember 2023 11:15 Litlar sem engar líkur taldar á EM sæti Íslands Tölfræðiveitan Football Meets Data hefur reiknað út líkur þeirra liða, sem taka þátt í umspili um laust sæti á EM 2024 í fótbolta, á að tryggja sér sæti á EM í gegnum umspilið. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í umspilinu. 23. nóvember 2023 23:30 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Eftir þung og erfið síðustu ár hjá landsliðinu þá er tilefni til bjartsýni nú þegar það er raunhæfur möguleiki að komast í hóp þeirra 24 þjóða sem keppa um Evrópumeistaratitilinn sumarið 2024. Íslenska liðið var síðasta liðið inn í umspilið um laus þrjú sæti og endaði síðan í B-deildarumspilinu eftir dráttinn í gær. Það er alltaf talað um að það skipti mestu máli að fá heimaleik en þegar þú ert ekki með heimavöll þá er nú hægt að segja að Knattspyrnusamband Íslands hafði í raun heppnina með sér með að lenda á útivelli í báðum leikjunum. Það var reyndar alltaf ljóst að fyrri leikurinn yrði á útivelli. Laugardalsvöllurinn hýsir ekki fótboltaleik í mars og því hefði KSÍ þurft að finna hentugan leikvang erlendis til að taka af sér hlutverk heimavallar Íslands. Það er ef íslenska liðið kæmist í úrslitaleikinn um laust sæti. Sá leikur er bara fjórum dögum eftir undanúrslitaleikinn og því hefði þurft að gera ráðstafanir og leigja leikvang hvernig sem færi. Jú, heimaleikur Íslands hefði ekki farið fram á Íslandi. Þessu hefur verið hótað af Alþjóðasamböndum í handbolta og körfubolta þar sem íþróttahöllin okkar í Laugardalnum er á endalausum undanþágum en hefði orðið að veruleika fyrir fótboltalandsliðið í mars. Þess í stað mætir Ísland hinum heimilislausu liðum evrópska landsliðsfótboltans. Það eru þó ekki skortur á nothæfum þjóðarleikvangi sem kemur í veg fyrir heimaleikina þeirra eins og hjá okkur Íslendingum. Stríðsástand í Úkraínu og Ísrael sjá til þess að landslið þeirra þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Ísland mætir Ísrael á útivelli undanúrslitum umspilsins en sá leikur verður spilaður á hlutlausum velli. Líklegast er að sá leikur fari fram í Ungverjalandi og þá jafnvel í Búdapest þar sem leið Íslands á síðasta Evrópumót endaði með grátlegu tapi. Takist okkar strákum að slá út Ísraelsmenn þá bíður liðsins annar útileikur á móti annaðhvort Úkraínu eða Bosníu sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Verði það Úkraína verður leikurinn á hlutlausum velli en úkraínska liðið hefur spilað leiki sína í Póllandi, Slóvakíu, Tékklandi og Þýskalandi í þessar undankeppni. Það var kannski við hæfi að heimilislausu landsliðin lendi saman í umspilinu. Það eru auðvitað mjög sorglegar ástæður fyrir því Úkraína og Ísrael geti ekki spilað heima hjá sér en hreinlega vandræðalegt fyrir Ísland að vera í þessari stöðu.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Utan vallar Tengdar fréttir Åge hefur trú á Íslandi í umspilinu: „Í fótbolta er ekkert ómögulegt“ Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýst vel á möguleika liðsins í umspili fyrir EM. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leikmenn Íslands verði klárir í baráttuna í mars. 23. nóvember 2023 15:27 Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. 23. nóvember 2023 11:44 Mæta Ísrael í umspilinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. 23. nóvember 2023 11:15 Litlar sem engar líkur taldar á EM sæti Íslands Tölfræðiveitan Football Meets Data hefur reiknað út líkur þeirra liða, sem taka þátt í umspili um laust sæti á EM 2024 í fótbolta, á að tryggja sér sæti á EM í gegnum umspilið. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í umspilinu. 23. nóvember 2023 23:30 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Åge hefur trú á Íslandi í umspilinu: „Í fótbolta er ekkert ómögulegt“ Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýst vel á möguleika liðsins í umspili fyrir EM. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leikmenn Íslands verði klárir í baráttuna í mars. 23. nóvember 2023 15:27
Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. 23. nóvember 2023 11:44
Mæta Ísrael í umspilinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. 23. nóvember 2023 11:15
Litlar sem engar líkur taldar á EM sæti Íslands Tölfræðiveitan Football Meets Data hefur reiknað út líkur þeirra liða, sem taka þátt í umspili um laust sæti á EM 2024 í fótbolta, á að tryggja sér sæti á EM í gegnum umspilið. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í umspilinu. 23. nóvember 2023 23:30
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“