Verðbólga jókst verulega í kjölfar gossins í Heimaey Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2023 09:41 Gylfi Magnússon prófessor segir verðbólguna fyrir gos hafa verið um átta prósent en rokið upp í 50 prósent árið 1974 og náði hámarki í 100 prósentum áratug eftir gosið. Vísir/Vilhelm „Það er erfitt að bera saman hugsanlegar efnahagsaðgerðir nú og á tíma Vestmannaeyjagossins fyrir 50 árum vegna þess hve mikið hagkerfið hefur breyst. Sérstaklega er umgjörð peningamála nú allt önnur.“ Þetta segir í svari Gylfa Magnússonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, í svari á Vísindavef HÍ við spurningunni um það hvaða áhrif gosið á Heimaey árið 1973 hafði á efnahagslífið á Íslandi, samanborið við hamfarirnar í Grindavík núna. Gylfi segir að á þeim tíma hafi ákvarðanir um hagstærðir á borð við vexti og gengi hafa verið teknar á vettvangi stjórnmálanna. Gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana, meðal annars að koma upp Viðlagasjóði sem var fjármagnaður með skatttekjum. „Nú starfar hins vegar arftaki Viðlagasjóðs, Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem tryggingafélag og á bæði bótasjóð og er með endurtryggingar hjá erlendum aðilum. Það er því ekki sama þörf og fyrir 50 árum á bótum úr ríkissjóði, þótt það geti reynt á hann sem bakhjarl þessa tryggingafélags,“ segir í svarinu. Viðlagagjald var sett á vissa skattstofna, söluskattur hækkaður um tvö prósent og eignaskattur um 30 prósent. Þá hafi gengi krónunnar verið fellt um 10 prósent. Formlega gerði Seðlabankinn það en með samþykki ríkisstjórnarinnar. „Verðbólga hafði verið erfitt viðfangsefni fyrir gosið í Heimaey en hún jókst til muna í kjölfar þess. Þótt ekki verði hér fullyrt neitt með vissu um orsakasamband þar á milli þá hafði gosið veruleg áhrif á fjárhag hins opinbera til hins verra sem hjálpaði ekki í baráttunni við verðbólgudrauginn. Verðbólgan árin 1971 og 1972 var að jafnaði tæp 8% en rauk upp árið 1973 og var komin yfir 50% árið 1974. Hún var svo mikil áfram næstu ár og náði hámarki í 100% um áratug eftir gosið,“ segir Gylfi. „Þessi mikla verðbólga lék sparifé landsmanna grátt, enda var vöxtum haldið lágum. Raunvextir voru þannig neikvæðir árum saman sem eyðilagði sparnað og lán gufuðu upp. Nýstofnað almennt lífeyrissjóðakerfi landsmanna var meðal annars hart leikið og eignir þess litlar í lok áttunda áratugarins þrátt fyrir að hafa þá tekið á móti iðgjöldum í áratug.“ Hér má finna svarið í heild. Efnahagsmál Eldgos og jarðhræringar Heimaeyjargosið 1973 Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira
Þetta segir í svari Gylfa Magnússonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, í svari á Vísindavef HÍ við spurningunni um það hvaða áhrif gosið á Heimaey árið 1973 hafði á efnahagslífið á Íslandi, samanborið við hamfarirnar í Grindavík núna. Gylfi segir að á þeim tíma hafi ákvarðanir um hagstærðir á borð við vexti og gengi hafa verið teknar á vettvangi stjórnmálanna. Gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana, meðal annars að koma upp Viðlagasjóði sem var fjármagnaður með skatttekjum. „Nú starfar hins vegar arftaki Viðlagasjóðs, Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem tryggingafélag og á bæði bótasjóð og er með endurtryggingar hjá erlendum aðilum. Það er því ekki sama þörf og fyrir 50 árum á bótum úr ríkissjóði, þótt það geti reynt á hann sem bakhjarl þessa tryggingafélags,“ segir í svarinu. Viðlagagjald var sett á vissa skattstofna, söluskattur hækkaður um tvö prósent og eignaskattur um 30 prósent. Þá hafi gengi krónunnar verið fellt um 10 prósent. Formlega gerði Seðlabankinn það en með samþykki ríkisstjórnarinnar. „Verðbólga hafði verið erfitt viðfangsefni fyrir gosið í Heimaey en hún jókst til muna í kjölfar þess. Þótt ekki verði hér fullyrt neitt með vissu um orsakasamband þar á milli þá hafði gosið veruleg áhrif á fjárhag hins opinbera til hins verra sem hjálpaði ekki í baráttunni við verðbólgudrauginn. Verðbólgan árin 1971 og 1972 var að jafnaði tæp 8% en rauk upp árið 1973 og var komin yfir 50% árið 1974. Hún var svo mikil áfram næstu ár og náði hámarki í 100% um áratug eftir gosið,“ segir Gylfi. „Þessi mikla verðbólga lék sparifé landsmanna grátt, enda var vöxtum haldið lágum. Raunvextir voru þannig neikvæðir árum saman sem eyðilagði sparnað og lán gufuðu upp. Nýstofnað almennt lífeyrissjóðakerfi landsmanna var meðal annars hart leikið og eignir þess litlar í lok áttunda áratugarins þrátt fyrir að hafa þá tekið á móti iðgjöldum í áratug.“ Hér má finna svarið í heild.
Efnahagsmál Eldgos og jarðhræringar Heimaeyjargosið 1973 Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira