Hamilton segir liðsstjóra Red Bull fara með rangt mál Aron Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2023 15:00 Saga um samskipti Hamilton og Red Bull Racing hefur átt sviðið í aðdraganda síðustu keppnishelggar Formúlu 1 Vísir/Getty Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes, segir Christian Horner, liðsstjóra Red Bull Racing, fara með rangt mál er hann segir Hamilton hafa sett sig í samband við forráðamenn Red Bull Racing og viðrað hugmyndir um að ganga til liðs við liðið. Sagan um þreifingar milli Red Bull Racing og Lewis Hamilton hefur átt sviðið í Formúlu 1 heiminum í aðdraganda síðustu keppnishelgar yfirstandandi tímabils í Abu Dhabi. Red Bull Racing og Mercedes eru risarnir tveir sem hafa ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 heiminum undanfarin ár og því vakti það skiljanlega mikla athygli þegar að breski miðillinn Daily Mail birti viðtal sitt við Christian Horner, liðsstjóra fyrrnefnda liðsins, þar sem að hann hélt því fram fulltrúar Hamilton hefðu sett sig í samband við Red Bull Racing og að þar hefði verið athugað hvort ökumannssæti væri á lausu hjá liðinu. Hamilton er einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi og er, ásamt Michael Schumacher, sem hefur unnið flesta heimsmeistaratitla í flokki ökumanna. Hamilton hefur einnig eldað grátt silfur í gegnum tíðina með ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen sem er aðalökumaður Red Bull Racing. Eftir að viðtal Daily Mail við Christian Horner fór á flug sá Hamilton sig tilneyddan til þess að stíga fram og svara fullyrðingum hans. Vissulega hafi verið samskipti milli Red Bull Racing og Lewis Hamilton en að ökumaðurinn hafi ekki verið sá sem steig fyrsta skrefið að þeim samskiptum. „Ég hafði ekki samband við þá,“ sagði Hamilton í viðtali fyrir keppnishelgina í Abu Dhabi. „Christian hafði samband við mig. Ég hef kannað þetta hjá öllum í mínu teymi. Það hefur enginn talað við fulltrúa Red Bull Racing. Þeir hafa hins vegar haft samband við okkur.“ Sá skilaboð í gömlum síma Hamilton heldur því fram að Horner hafði sent sér textaskilaboð í gamla símann sinn sem innihélt eldra símanúmer í hans eigu. Hamilton segist ekki hafa séð þau skilaboð fyrr en nokkrum mánuðum eftir að þau bárust er hann kveikti á gamla símanum sínum. „Þá sá ég hundruð skilaboða birtast. Eitt þeirra var frá Christian þar sem að hann sagðist vilja hitta mig og ræða við mig eftir tímabilið.“ Hamilton, sem skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Mercedes fyrr á árinu, segir það vera tilhneiginguna hjá mörgum að kasta nafni hans inn í umræðuna því það veki alltaf athygli. „Ef þú ert einmana, ert ekki að fá mikla athygli. Nefndu mig þá á nafn, það væri hið fullkomna fyrir þig í stöðunni.“ Hann segir skiljanlegt að ökumenn vilji aka bíl Red Bull, sem sé einn mesti yfirburðar bíll seinni tíma í Formúlu 1. Hins vegar sjái hann spennu og ríkulegt aðdráttarafl fyrir sig að reyna koma Mercedes aftur á toppinn í mótaröðinni. Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Sagan um þreifingar milli Red Bull Racing og Lewis Hamilton hefur átt sviðið í Formúlu 1 heiminum í aðdraganda síðustu keppnishelgar yfirstandandi tímabils í Abu Dhabi. Red Bull Racing og Mercedes eru risarnir tveir sem hafa ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 heiminum undanfarin ár og því vakti það skiljanlega mikla athygli þegar að breski miðillinn Daily Mail birti viðtal sitt við Christian Horner, liðsstjóra fyrrnefnda liðsins, þar sem að hann hélt því fram fulltrúar Hamilton hefðu sett sig í samband við Red Bull Racing og að þar hefði verið athugað hvort ökumannssæti væri á lausu hjá liðinu. Hamilton er einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi og er, ásamt Michael Schumacher, sem hefur unnið flesta heimsmeistaratitla í flokki ökumanna. Hamilton hefur einnig eldað grátt silfur í gegnum tíðina með ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen sem er aðalökumaður Red Bull Racing. Eftir að viðtal Daily Mail við Christian Horner fór á flug sá Hamilton sig tilneyddan til þess að stíga fram og svara fullyrðingum hans. Vissulega hafi verið samskipti milli Red Bull Racing og Lewis Hamilton en að ökumaðurinn hafi ekki verið sá sem steig fyrsta skrefið að þeim samskiptum. „Ég hafði ekki samband við þá,“ sagði Hamilton í viðtali fyrir keppnishelgina í Abu Dhabi. „Christian hafði samband við mig. Ég hef kannað þetta hjá öllum í mínu teymi. Það hefur enginn talað við fulltrúa Red Bull Racing. Þeir hafa hins vegar haft samband við okkur.“ Sá skilaboð í gömlum síma Hamilton heldur því fram að Horner hafði sent sér textaskilaboð í gamla símann sinn sem innihélt eldra símanúmer í hans eigu. Hamilton segist ekki hafa séð þau skilaboð fyrr en nokkrum mánuðum eftir að þau bárust er hann kveikti á gamla símanum sínum. „Þá sá ég hundruð skilaboða birtast. Eitt þeirra var frá Christian þar sem að hann sagðist vilja hitta mig og ræða við mig eftir tímabilið.“ Hamilton, sem skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Mercedes fyrr á árinu, segir það vera tilhneiginguna hjá mörgum að kasta nafni hans inn í umræðuna því það veki alltaf athygli. „Ef þú ert einmana, ert ekki að fá mikla athygli. Nefndu mig þá á nafn, það væri hið fullkomna fyrir þig í stöðunni.“ Hann segir skiljanlegt að ökumenn vilji aka bíl Red Bull, sem sé einn mesti yfirburðar bíll seinni tíma í Formúlu 1. Hins vegar sjái hann spennu og ríkulegt aðdráttarafl fyrir sig að reyna koma Mercedes aftur á toppinn í mótaröðinni.
Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira