Úrræði fyrir þolendur á landsbyggðinni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 09:01 Þolendur á landsbyggðinni búa misvel að úrræðum þegar þeir verða fyrir ofbeldi. Frí og þolendamiðuð þjónusta er mikilvæg og aðgengi einstaklinga að slíkri þjónustu er mjög ólík á milli landshluta. Aflið þjónustar nokkur sveitarfélög en það má segja að þjónusta Aflsins sé sterkust á Norðurlandi eystra þar sem aðal starfsstöð Aflsins er. Ástæða þess er ekki fjöldi ráðgjafa eða starfmanna heldur vegna samstarfsaðila samtakanna sem eru einungis staðsettir á Norðurlandi eystra. Þeir samstarfsaðilar eru Bjarmahlíð og Kvennaathvarfið. Aflið sinnir ákveðnu hlutverki sem þessir samstarfsaðilar geta ekki sinnt og öfugt. Starfsemi þeirra og þjónusta eru gífurlega mikilvæg og samstarf á milli þessara samtaka er nauðsynlegt og gerir þeim kleift að veita einstaklingum betri þjónustu en ella. Við getum að sjálfsögðu alltaf haft samband við Bjarmahlíð og Kvennaathvarfið fyrir einstaklinga sem búa fyrir utan okkar aðal starfsstöð en þjónustan sem þessi samtök geta veitt þeim er oft háð því að þeir séu á Akureyri. Konur alls staðar á landsbyggðinni geta leitað í Kvennaathvarfið á Akureyri, en hversu langt á kona að þurfa að ferðast til þess að komast í öryggi? Bjarmahlíð og Aflið geta tekið fjarviðtöl við einstaklinga hvar sem er á landinu, en eiga einstaklingar ekki rétt á að velja hvort þeir fái stað- eða fjarþjónustu? Búseta á ekki að hafa áhrif á hvernig þjónustu þú getur fengið, búseta á ekki að segja til um hversu lengi þú þarft að keyra til þess að hitta fagaðila eða komast í skjól frá ógn, búseta á ekki að ákvarða hvernig eða hvenær þú vinnur úr afleiðingum ofbeldis. Húsnæði Aflsins við Aðalstræti 14 á Akureyri. Aðsend Aflið hefur unnið að því að opna fleiri starfsstöðvar á landsbyggðinni og hefur það sýnt að þegar úrræðið stendur til boða, þá fjölgar einstaklingum sem nýta sér þjónustuna á því svæði. Sem gefur til kynna að nálægð við úrræði auki líkurnar á því að fólk leiti sér hjálpar. Úrræði á landsbyggðinni þurfa auknar fjárveitingar til þess að sinna allri landsbyggðinni jafn vel. Eins og staðan er í dag er frí þolendamiðuð þjónusta á landsbyggðinni ekki viðunandi. Aflið er með viðtalsþjónustu í fimm bæjarfélögum og í einu þeirra eru Kvennaathvarfið og Bjarmahlíð. Hvað eru aftur mörg bæjarfélög á landsbyggðinni? Höfundur er framkvæmdarstýra Aflsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Þolendur á landsbyggðinni búa misvel að úrræðum þegar þeir verða fyrir ofbeldi. Frí og þolendamiðuð þjónusta er mikilvæg og aðgengi einstaklinga að slíkri þjónustu er mjög ólík á milli landshluta. Aflið þjónustar nokkur sveitarfélög en það má segja að þjónusta Aflsins sé sterkust á Norðurlandi eystra þar sem aðal starfsstöð Aflsins er. Ástæða þess er ekki fjöldi ráðgjafa eða starfmanna heldur vegna samstarfsaðila samtakanna sem eru einungis staðsettir á Norðurlandi eystra. Þeir samstarfsaðilar eru Bjarmahlíð og Kvennaathvarfið. Aflið sinnir ákveðnu hlutverki sem þessir samstarfsaðilar geta ekki sinnt og öfugt. Starfsemi þeirra og þjónusta eru gífurlega mikilvæg og samstarf á milli þessara samtaka er nauðsynlegt og gerir þeim kleift að veita einstaklingum betri þjónustu en ella. Við getum að sjálfsögðu alltaf haft samband við Bjarmahlíð og Kvennaathvarfið fyrir einstaklinga sem búa fyrir utan okkar aðal starfsstöð en þjónustan sem þessi samtök geta veitt þeim er oft háð því að þeir séu á Akureyri. Konur alls staðar á landsbyggðinni geta leitað í Kvennaathvarfið á Akureyri, en hversu langt á kona að þurfa að ferðast til þess að komast í öryggi? Bjarmahlíð og Aflið geta tekið fjarviðtöl við einstaklinga hvar sem er á landinu, en eiga einstaklingar ekki rétt á að velja hvort þeir fái stað- eða fjarþjónustu? Búseta á ekki að hafa áhrif á hvernig þjónustu þú getur fengið, búseta á ekki að segja til um hversu lengi þú þarft að keyra til þess að hitta fagaðila eða komast í skjól frá ógn, búseta á ekki að ákvarða hvernig eða hvenær þú vinnur úr afleiðingum ofbeldis. Húsnæði Aflsins við Aðalstræti 14 á Akureyri. Aðsend Aflið hefur unnið að því að opna fleiri starfsstöðvar á landsbyggðinni og hefur það sýnt að þegar úrræðið stendur til boða, þá fjölgar einstaklingum sem nýta sér þjónustuna á því svæði. Sem gefur til kynna að nálægð við úrræði auki líkurnar á því að fólk leiti sér hjálpar. Úrræði á landsbyggðinni þurfa auknar fjárveitingar til þess að sinna allri landsbyggðinni jafn vel. Eins og staðan er í dag er frí þolendamiðuð þjónusta á landsbyggðinni ekki viðunandi. Aflið er með viðtalsþjónustu í fimm bæjarfélögum og í einu þeirra eru Kvennaathvarfið og Bjarmahlíð. Hvað eru aftur mörg bæjarfélög á landsbyggðinni? Höfundur er framkvæmdarstýra Aflsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun