Svartur föstudagur allt árið um kring Andrés Ingi Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 12:45 Nóvember virðist orðinn að sérstökum útsölu- og tilboðsmánuði, góð kaup birtast í hverju horni, dag eftir dag. Það er auðvelt að fyllast kaupæði við þessar aðstæður og ætli við upplifum ekki mörg að vera sífellt að missa af tækifæri, að við nánast töpum á því að eyða ekki pening þessa dagana? Þegar hillur verslana fyllast af vörum með miklum afslætti er eðlilega freistandi að stökkva til. En er ekki eitthvað skakkt við efnahagskerfi þar sem það getur verið hagstæðara að kaupa nýjar buxur, ryksugu eða þvottavél, en að láta gera við hlutina sem við eigum nú þegar. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að fólk vilji helst hlaupa til og kaupa nýja hluti – samfélaginu okkar hefur bara verið stillt þannig upp að oft er auðveldari og ódýrari kosturinn sá sem er verstur fyrir umhverfið. Markmiðið hlýtur að vera að gera það auðveldara fyrir fólk að velja umhverfisvæna og skynsama kostinn í hverri stöðu, frekar en að viðhalda ósjálfbæru hagkerfi og skamma fólk fyrir að gera ekki hið ómögulega. Hér er kjörið tækifæri fyrir hið opinbera að stíga fram og hjálpa almenningi: Að einfalda fólki að láta gera við hluti. Með því að styðja fólk til að lengja líftíma hluta með viðgerðum vinna stjórnvöld í átt að eigin skuldbindingum í loftslagsmálum, en hjálpa jafnframt almenningi að taka virkan þátt í grænni umbyltingu samfélagsins. Viljinn er sannarlega til staðar hjá almenningi þó að ríkisstjórnin hafi til þessa nær eingöngu haft hugarflug í að virkja þann vilja með því að hjálpa hluta fólks að kaupa nýja, dýra rafmagnsbíla. Þingflokkur Pírata lagði nýlega leið til að ná þessu í frumvarpi um hringrásarstyrki. Þar leggjum við til að fólk geti fengið endurgreiddan kostnað við viðgerðir á hlutum eins og húsgögnum, raf- og rafeindatækjum, reiðhjólum, fatnaði og skóm. Aðferðafræðin er vel þekkt því þetta hefur verið prófað í nokkrum löndum með góðum árangri. Þannig má nefna að í Frakklandi getur fólk sótt um endurgreiðslu vegna fataviðgerða og undanfarið ár hefur verið hægt að sækja um styrk til endurgreiðslu vegna viðgerða á raftækjum í Austurríki. Hringrásarstyrkir væru einföld leið til að ná mörgum jákvæðum markmiðum; þeir væru góðir fyrir umhverfið og loftslagið, myndu létta pyngjuna hjá neytendum og skapa atvinnu hjá fjölda fólks í viðgerðaþjónustu. Styrkurinn myndi nema helmingi af kostnaði við viðgerð, að hámarki 25 þúsund krónur í hvert skipti og mest 100 þúsund krónur á ári. Hversu miklu meira myndi fólk nýta sér viðgerðarþjónustu ef það gæti fengið góðan afslátt – ekki bara á svörtum föstudögum heldur allt árið um hring? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Neytendur Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nóvember virðist orðinn að sérstökum útsölu- og tilboðsmánuði, góð kaup birtast í hverju horni, dag eftir dag. Það er auðvelt að fyllast kaupæði við þessar aðstæður og ætli við upplifum ekki mörg að vera sífellt að missa af tækifæri, að við nánast töpum á því að eyða ekki pening þessa dagana? Þegar hillur verslana fyllast af vörum með miklum afslætti er eðlilega freistandi að stökkva til. En er ekki eitthvað skakkt við efnahagskerfi þar sem það getur verið hagstæðara að kaupa nýjar buxur, ryksugu eða þvottavél, en að láta gera við hlutina sem við eigum nú þegar. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að fólk vilji helst hlaupa til og kaupa nýja hluti – samfélaginu okkar hefur bara verið stillt þannig upp að oft er auðveldari og ódýrari kosturinn sá sem er verstur fyrir umhverfið. Markmiðið hlýtur að vera að gera það auðveldara fyrir fólk að velja umhverfisvæna og skynsama kostinn í hverri stöðu, frekar en að viðhalda ósjálfbæru hagkerfi og skamma fólk fyrir að gera ekki hið ómögulega. Hér er kjörið tækifæri fyrir hið opinbera að stíga fram og hjálpa almenningi: Að einfalda fólki að láta gera við hluti. Með því að styðja fólk til að lengja líftíma hluta með viðgerðum vinna stjórnvöld í átt að eigin skuldbindingum í loftslagsmálum, en hjálpa jafnframt almenningi að taka virkan þátt í grænni umbyltingu samfélagsins. Viljinn er sannarlega til staðar hjá almenningi þó að ríkisstjórnin hafi til þessa nær eingöngu haft hugarflug í að virkja þann vilja með því að hjálpa hluta fólks að kaupa nýja, dýra rafmagnsbíla. Þingflokkur Pírata lagði nýlega leið til að ná þessu í frumvarpi um hringrásarstyrki. Þar leggjum við til að fólk geti fengið endurgreiddan kostnað við viðgerðir á hlutum eins og húsgögnum, raf- og rafeindatækjum, reiðhjólum, fatnaði og skóm. Aðferðafræðin er vel þekkt því þetta hefur verið prófað í nokkrum löndum með góðum árangri. Þannig má nefna að í Frakklandi getur fólk sótt um endurgreiðslu vegna fataviðgerða og undanfarið ár hefur verið hægt að sækja um styrk til endurgreiðslu vegna viðgerða á raftækjum í Austurríki. Hringrásarstyrkir væru einföld leið til að ná mörgum jákvæðum markmiðum; þeir væru góðir fyrir umhverfið og loftslagið, myndu létta pyngjuna hjá neytendum og skapa atvinnu hjá fjölda fólks í viðgerðaþjónustu. Styrkurinn myndi nema helmingi af kostnaði við viðgerð, að hámarki 25 þúsund krónur í hvert skipti og mest 100 þúsund krónur á ári. Hversu miklu meira myndi fólk nýta sér viðgerðarþjónustu ef það gæti fengið góðan afslátt – ekki bara á svörtum föstudögum heldur allt árið um hring? Höfundur er þingmaður Pírata.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun