Enski boltinn

Flug­menn fengnir til hjálpa við að bæta VAR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ekki eru allir sannfærðir um ágæti VAR-dómgæslunnar.
Ekki eru allir sannfærðir um ágæti VAR-dómgæslunnar. getty/Visionhaus

Howard Webb, yfirmaður dómaramála í ensku úrvalsdeildinni, leitaði til flugmanna til að hjálpa til að bæta VAR-dómgæsluna.

Tveir flugmenn voru fengnir til að tala á fundi dómara í síðustu viku. Þeir deildu með þeim ráðum hvernig á að eiga góð og skilvirk samskipti í stressandi aðstæðum.

Flugmenn þurfa jafnan að eiga samskipti við marga aðila í einu og stundum geta tungumálaörðugleikar flækt málin. Því skipti öllu að eiga stutt, skýr og hnitmiðuð samskipti. 

Áður en Webb var ráðinn yfirmaður dómaramála í ensku úrvalsdeildinni voru flugumferðastjórar fengnir til að ræða við dómara í sama tilgangni.

VAR-dómgæslan hefur verið brennidepli á tímabilinu en leikmenn og knattspyrnustjórar hafa verið duglegir að gagnrýna hana.

Nú er bara spurning hvort mistökunum fækki og samskiptin milli VAR-herbergisins og dómarans á vellinum verði skýrari eftir fyrirlestur flugmannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×