Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Tuttugu og fjórum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna í tæpar sjö vikur var sleppt í dag. Palestínumönnum sem voru í haldi í Ísrael var sleppt á móti og vopnahlé sem hófst í morgun hefur haldið að mestu.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá því þegar gíslarnir voru fluttir yfir landamærin og fjöllum um málið.

Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás sem framin var snemma í morgun í Grafarholti í Reykjavík. Árásin tengist hnífaárásinni á Litla Hrauni í gær samkvæmt heimildum fréttastofu og við ræðum við formann Afstöðu, félags fanga, um málið.

Þá mætir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í myndver en hún hefur í fjórða sinn lagt fram frumvarp um bann við blóðmerarhaldi. Ísteka segir miður að fordómafull umræða um starfsemina sé drifin áfram af kjörnum fulltrúum en dýraverndarsamtök birtu í dag nýja heimildamynd um iðnaðinn og telja enn brotið á dýrunum.

Þá förum við yfir neyslugleði landsmanna á svörtum föstudegi og verðum í beinni frá skautasvelli á Ingólfstorgi sem verður vígt í kvöld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×