Samfélagsleg ábyrgð Arnarlax; skaðar handbolta jafnt og náttúruna Friðleifur E. Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2023 10:01 Nýlega tilkynnti Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) með stolti Arnarlax sem nýjan styrktaraðila. Alla jafna fá slíkar fréttir ekki mikla athygli og sjaldnast mikla neikvæða athygli eins og nú. Ljóst er að almenningur er mjög ósáttur með þessu ákvörðun HSÍ, en hvers vegna skyldi það vera? Jú, Arnarlax er fyrirtæki sem stundar laxeldi í opnum sjókvíum og hefur sá iðnaður verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarna mánuði. Má þar nefna fréttir vegna slysaleppinga, ógnun við líffræðilegan fjölbreytileika, lúsafaraldurs, dýraníðs og margt fleira. Tilkynning HSÍ kemur út aðeins örfáum dögum eftir að nýjar kannanir sýna að um 70% Íslendinga eru andvígir þessum iðnaði, en eingöngu 10% hlynntir honum. Það má því með sanni segja að með þessu sé einn óvinsælasti iðnaður landsins að reyna að skreyta sig með stolnum fjöðrum þjóðarsportsins. Í tilkynningu HSÍ kemur fram að vörumerki Arnarlax mun vera á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta. Staðsetning vörumerkisins er nokkuð táknræn, þar sem fyrirtækið hefur sjálft í sífellu stungið Ísland, náttúru og umhverfi þess, í bakið með því að brjóta loforð sín. Umhverfisslys fyrirtækisins eru mörg og tíð og hefur fyrirtækið jafnframt gerst sekt um að upplýsa ekki um þau og reynt að koma sér undan ábyrgð. Fyrir örfáum árum sluppu til að mynda rúmlega 80.000 eldislaxar úr kví þeirra, sem fyrirtækið tilkynnti hvorki um né gerði þær nauðsynlegu varúðarráðstafnir sem lög segja til um. MAST taldi þetta brot alvarlegt og aðgæsluleysi fyrirtækisins vítavert og sektaði því Arnarlax um 120 milljónir króna, sem fyrirtækið er svo forhert að neita að greiða. Arnarlax fór einnig í dómsmál vegna aflagjalda til Vesturbyggðar á sama tíma og það hreykti sér af því að leggja sitt af mörkum til að bjarga brothættum byggðum og efla þar hagsæld. Arnarlax hikar þó ekki við að henda sér í íþróttaþvott með tilheyrandi kostnaði ef þar er von á að skora prik.Það verður að teljast nokkuð lýsandi fyrir siðferði og samfélagslegu ábyrgð Arnarlax að fyrirtækið taki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni sameiningartákns handboltans. Styrktaraðilar HSÍ hoppa á vagninn líklegast af tveimur ástæðum; sú fyrri er að það er gott að veita góðu framtaki brautargengi en sú seinni er að slík kynning getur verið jákvæð fyrir styrktaraðilann. Það má vera ljóst að virði þess að styrkja HSÍ með Arnarlax innanborðs er klárlega minna virði í þessari viku en það var í vikunni á undan. Ábyrgðin á þessu liggur einnig hjá formanni HSÍ og stjórn félagsins sem kæra sig kollótta um almenningsálitið. Hverjir koma næst inn, e.t.v. blóðmerarhaldarnir hjá Ísteka? Er klókt fyrir aðra styrktaraðila að vera í sömu kví og Arnarlax? Þetta samstarf HSÍ og Arnarlax vekur sjálfkrafa upp spurningar um ábyrgð og gildi. Ísland hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir hreina náttúru og stórkostlegt umhverfi og því skýtur það skökku við að HSÍ fari í samstarf með fyrirtæki í eigu Norðmanna sem veldur með starfsemi sinni miklum umhverfisskaða. HSÍ ætti að íhuga vel hvort það vilji vera táknmynd fyrir Ísland, land og þjóð, eða fyrir fyrirtæki sem stangast á við grunnstoðir íslenskrar náttúruverndar. Íslendingar eiga að standa með þeim sem vernda og virða náttúru landsins, ekki þeim sem valda henni skaða. Höfundur er formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna - North Atlantic Salmon Fund (NASF) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega tilkynnti Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) með stolti Arnarlax sem nýjan styrktaraðila. Alla jafna fá slíkar fréttir ekki mikla athygli og sjaldnast mikla neikvæða athygli eins og nú. Ljóst er að almenningur er mjög ósáttur með þessu ákvörðun HSÍ, en hvers vegna skyldi það vera? Jú, Arnarlax er fyrirtæki sem stundar laxeldi í opnum sjókvíum og hefur sá iðnaður verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarna mánuði. Má þar nefna fréttir vegna slysaleppinga, ógnun við líffræðilegan fjölbreytileika, lúsafaraldurs, dýraníðs og margt fleira. Tilkynning HSÍ kemur út aðeins örfáum dögum eftir að nýjar kannanir sýna að um 70% Íslendinga eru andvígir þessum iðnaði, en eingöngu 10% hlynntir honum. Það má því með sanni segja að með þessu sé einn óvinsælasti iðnaður landsins að reyna að skreyta sig með stolnum fjöðrum þjóðarsportsins. Í tilkynningu HSÍ kemur fram að vörumerki Arnarlax mun vera á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta. Staðsetning vörumerkisins er nokkuð táknræn, þar sem fyrirtækið hefur sjálft í sífellu stungið Ísland, náttúru og umhverfi þess, í bakið með því að brjóta loforð sín. Umhverfisslys fyrirtækisins eru mörg og tíð og hefur fyrirtækið jafnframt gerst sekt um að upplýsa ekki um þau og reynt að koma sér undan ábyrgð. Fyrir örfáum árum sluppu til að mynda rúmlega 80.000 eldislaxar úr kví þeirra, sem fyrirtækið tilkynnti hvorki um né gerði þær nauðsynlegu varúðarráðstafnir sem lög segja til um. MAST taldi þetta brot alvarlegt og aðgæsluleysi fyrirtækisins vítavert og sektaði því Arnarlax um 120 milljónir króna, sem fyrirtækið er svo forhert að neita að greiða. Arnarlax fór einnig í dómsmál vegna aflagjalda til Vesturbyggðar á sama tíma og það hreykti sér af því að leggja sitt af mörkum til að bjarga brothættum byggðum og efla þar hagsæld. Arnarlax hikar þó ekki við að henda sér í íþróttaþvott með tilheyrandi kostnaði ef þar er von á að skora prik.Það verður að teljast nokkuð lýsandi fyrir siðferði og samfélagslegu ábyrgð Arnarlax að fyrirtækið taki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni sameiningartákns handboltans. Styrktaraðilar HSÍ hoppa á vagninn líklegast af tveimur ástæðum; sú fyrri er að það er gott að veita góðu framtaki brautargengi en sú seinni er að slík kynning getur verið jákvæð fyrir styrktaraðilann. Það má vera ljóst að virði þess að styrkja HSÍ með Arnarlax innanborðs er klárlega minna virði í þessari viku en það var í vikunni á undan. Ábyrgðin á þessu liggur einnig hjá formanni HSÍ og stjórn félagsins sem kæra sig kollótta um almenningsálitið. Hverjir koma næst inn, e.t.v. blóðmerarhaldarnir hjá Ísteka? Er klókt fyrir aðra styrktaraðila að vera í sömu kví og Arnarlax? Þetta samstarf HSÍ og Arnarlax vekur sjálfkrafa upp spurningar um ábyrgð og gildi. Ísland hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir hreina náttúru og stórkostlegt umhverfi og því skýtur það skökku við að HSÍ fari í samstarf með fyrirtæki í eigu Norðmanna sem veldur með starfsemi sinni miklum umhverfisskaða. HSÍ ætti að íhuga vel hvort það vilji vera táknmynd fyrir Ísland, land og þjóð, eða fyrir fyrirtæki sem stangast á við grunnstoðir íslenskrar náttúruverndar. Íslendingar eiga að standa með þeim sem vernda og virða náttúru landsins, ekki þeim sem valda henni skaða. Höfundur er formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna - North Atlantic Salmon Fund (NASF)
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun