Dagur, sem er uppalinn í Stjörnunni og á að baki 50 leiki í efstu deild á Íslandi, lék síðastliðið sumar með Grindavík. Hann rifti samningi sínum við liðið í upphafi mánaðar en Dagur ristarbrotnaði snemma í sumar og kom aðeins við sögu í níu leikjum Grindavíkur.
Hjá Fjölni hittir Dagur fyrir tvíburabróðir sinn, Mána Austmann, en þeir bræður voru báður í unglingaakademíu FCK á sínum tíma. Dagur, sem er 25 ára, hefur komið nokkuð víða við á ferlinum og leikið með Leikni, Þrótti Reykjavík, Aftureldingu og ÍBV. Þá á hann 21 leik með yngri landsliðum Íslands.