Innlent

130 skjálftar frá mið­nætti

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Gera má ráð fyrir því jarðskjálftavirkni í kringum landrisið á Svartsengi fari að aukast vegna aukinnar spennu.
Gera má ráð fyrir því jarðskjálftavirkni í kringum landrisið á Svartsengi fari að aukast vegna aukinnar spennu. Vísir/Arnar

Frá miðnætti hafa um 130 skjálftar mælst við kvikuganginn á Reykjanesskaga, allir undir 1 að stærð. Í gær mældust tæplega 510 skjálftar, sá stærsti 2,3 að stærð um klukkan hálf fjögur með upptökum rétt austan við Sýlingafell. Búast má við aukinni skjálftavirkni vegna landriss í Svartsengi. 

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að ennþá séu taldar líkur á eldgosi.  Í gær var greint frá því á Facebook síðu Eldfjalla- og náttúruváhóps Suðurlands að verulega hafi dregið úr skjálftavirkni við kvikuganginn undir Grindavík. Talið er að kvikan í ganginum sé þegar storknuð að hluta til og að líkur á gosi fari hratt þverrandi eftir því sem dagarnir líða.

Þó haldi Landris í Svartsengi enn áfram af miklum krafti og búast megi við aukinni jarðskjálftavirkni vegna aukinnar spennu á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×