Sport

Havertz: Vil þakka stuðnings­mönnunum

Dagur Lárusson skrifar
Kai Havertz
Kai Havertz Vísir/getty

Kai Havertz var himinlifandi eftir sigur Arsenal gegn Brentford í gær þar sem hann reyndist hetja gestanna.

Havertz hefur átt erfitt uppdráttar fyrir Arsenal á þessari leiktíð en hann hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína fyrir liðið hingað þar sem hann kostaði mikinn pening fyrir félagið í sumar þegar hann kom frá Chelsea. Eftir leikinn í gær þakkaði hann hins vegar stuðningsmönnum liðsins sem hafa staðið við bakið á honum allan tímann.

„Ég vil þakka stuðningsmönnum sem hafa stutt við bakið á mér allan tímann. Það er erfitt að koma inn sem nýr leikmaður sem félagið borgaði mikinn pening fyrir,“ byrjaði Havertz að segja.

„Ég hef þurft að leggja hart af mér því ég hef lært það að þetta kemur ekki af sjálfu sér, maður þarf að leggja inn vinnuna og það er það sem ég hef reynt að gera. Ég þurfti að setja egóið mitt til hliðar.“

„Við erum svo ánægðir að hafa náð þessum sigri og auðvitað er ég mjög ánægður með markið mitt,“ endaði Kai Havertz á að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×