Fótbolti

Alexandra spilaði í tapi gegn Roma

Dagur Lárusson skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir. Gabriele Maltinti/Getty Images

Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðskona og leikmaður Fiorentina, spilaði rúmar 80 mínútur í tapi liðsins gegn Roma í dag.

Fyrir leikinn var Fiorentina í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig á meðan Roma var á toppnum með 24.

Alexandra byrjaði á miðjunni hjá Fiorentina en það var Roma sem byrjaði leikinn betur en Giada Greggi náði forystunni fyrir liðið á 24. mínútu. Alexandra og liðsfélagar hennar voru þó ekki lengi að jafna metin en það gerðist á 29. mínútu og var það Miriam Longo sem skoraði markið. Staðan 1-1 í hálfleik.

Það var aðeins eitt mark skorað í seinni hálfleiknum og var það Benedetta Glionna sem skoraði það fyrir Roma á 60. mínútu. Staðan orðin 2-1 og voru það lokatölur leiksins.

Eftir leikinn er Fiorentina enn í þriðja sætinu með 19 stig á meðan Roma er komið með 27 stig á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×