Innlent

Ekið á ein­stak­ling í hjóla­stól á Sel­tjarnar­nesi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla hafði í nógu að snúast við að stöðva ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum.
Lögregla hafði í nógu að snúast við að stöðva ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um umferðaróhapp á Seltjarnarnesi, þar sem ekið hafði verið á einstakling í hjólastól.

Meiðsl voru talin minniháttar, segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Lögregla stóð annars aðallega í fíkniefnatengdum málum á vaktinni og hafði afskipti af fjórum einstaklingum vegna gruns um vörslu fíkniefna. Voru tveir þeirra vistaðir í fangaklefa.

Þá voru tíu tilfelli skráð þar sem bifreið var stöðvuð vegna gruns um að ökumaðurinn væri undir áhrifum fíkinefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×