Spilar bara fyrir Elísabetu seinna í öðru liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 11:01 Katla Tryggvadóttir fagna hér marki með Þrótti síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét Íslenska unglingalandsliðskonan Katla Tryggvadóttir tekur stórt skref í vetur en hún hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska fótboltaliðið Kristianstad. Kristianstad hefur verið í toppbaráttu sænsku deildarinnar undanfarin ár og hefur ávalt verið mikil Íslendinganýlenda undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Nú er Elísabet hætt með liðið en Katla ákvað engu að síður að fara til sænska liðsins og taka sín fyrstu skref sem atvinnumaður aðeins átján ára gömul. Katla hefur slegið í gegn með Þrótti í Bestu deild kvenna síðustu ár og átti virkilega gott tímabil með Þrótti síðasta sumar þar sem hún var með átta mörk og fimm stoðsendingar. Katla sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur að markmiðið hafi alltaf verið að fara út í atvinnumennsku. Tími fyrir næsta skref „Planið mitt og markmið hefur alltaf verið að fara út. Eftir tvö góð ár hér á Íslandi fannst mér vera kominn tími fyrir mig að taka næsta skref,“ sagði Katla. „Þetta kom svo sem ekkert óvænt upp en sænska deildin og Kristianstad er góður stökkpallur til þess að komast lengra. Mér finnst þetta mjög spennandi,“ sagði Katla. En voru önnur lið sem komu til greina? „Já það var áhugi, bæði frá liðum á Norðurlöndunum og í Belgíu en ég ákvað að velja Kristianstad. Ég fór í heimsókn í mars og fékk að æfa með þeim í viku. Mér fannst það mjög fróðlegt og skemmtilegt að sjá. Eftir það þá fann ég hversu mikið mig langaði að fara út og bæta mig sem leikmaður. Ég fann það að ég myndi gera það þarna,“ sagði Katla. Hefði viljað spila undir hennar stjórn Það er náttúrulega risastór breyting hjá Kristianstad þegar Elísabet Gunnarsdóttir hættir sem þjálfari eftir fimmtán ár. Katla viðurkennir að það hefði verið gaman að spila undir stjórn eins af okkar bestu þjálfurum. „Ég hefði alveg viljað spila undir hennar stjórn en ég spila bara fyrir hana seinna í einhverju öðru liði,“ sagði Katla. Talaði Katla við Elísabetu í aðdragandanum eða talaði Elísabet við hana? „Við áttum gott spjall eftir að ég heimsótti Kristianstad í mars en við töluðum ekki mjög mikið saman eftir það. Ég er bara búin að tala við Íslendingana sem eru búnir að vera þarna,“ sagði Katla. Ætlar að sýna sig og sanna Katla er að taka stórt skref úr Laugardalnum og yfir í sænsku úrvalsdeildina. Hún ætlar sér ekki að sitja þar á bekknum og horfa á. „Ég er komin þarna út og ætla að sanna mig og sýna mig í þessari deild. Spila mínútur þarna. Ég er mjög spennt að takast á við það verkefni sem mætir mér þarna,“ sagði Katla Besta deild kvenna Sænski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Kristianstad hefur verið í toppbaráttu sænsku deildarinnar undanfarin ár og hefur ávalt verið mikil Íslendinganýlenda undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Nú er Elísabet hætt með liðið en Katla ákvað engu að síður að fara til sænska liðsins og taka sín fyrstu skref sem atvinnumaður aðeins átján ára gömul. Katla hefur slegið í gegn með Þrótti í Bestu deild kvenna síðustu ár og átti virkilega gott tímabil með Þrótti síðasta sumar þar sem hún var með átta mörk og fimm stoðsendingar. Katla sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur að markmiðið hafi alltaf verið að fara út í atvinnumennsku. Tími fyrir næsta skref „Planið mitt og markmið hefur alltaf verið að fara út. Eftir tvö góð ár hér á Íslandi fannst mér vera kominn tími fyrir mig að taka næsta skref,“ sagði Katla. „Þetta kom svo sem ekkert óvænt upp en sænska deildin og Kristianstad er góður stökkpallur til þess að komast lengra. Mér finnst þetta mjög spennandi,“ sagði Katla. En voru önnur lið sem komu til greina? „Já það var áhugi, bæði frá liðum á Norðurlöndunum og í Belgíu en ég ákvað að velja Kristianstad. Ég fór í heimsókn í mars og fékk að æfa með þeim í viku. Mér fannst það mjög fróðlegt og skemmtilegt að sjá. Eftir það þá fann ég hversu mikið mig langaði að fara út og bæta mig sem leikmaður. Ég fann það að ég myndi gera það þarna,“ sagði Katla. Hefði viljað spila undir hennar stjórn Það er náttúrulega risastór breyting hjá Kristianstad þegar Elísabet Gunnarsdóttir hættir sem þjálfari eftir fimmtán ár. Katla viðurkennir að það hefði verið gaman að spila undir stjórn eins af okkar bestu þjálfurum. „Ég hefði alveg viljað spila undir hennar stjórn en ég spila bara fyrir hana seinna í einhverju öðru liði,“ sagði Katla. Talaði Katla við Elísabetu í aðdragandanum eða talaði Elísabet við hana? „Við áttum gott spjall eftir að ég heimsótti Kristianstad í mars en við töluðum ekki mjög mikið saman eftir það. Ég er bara búin að tala við Íslendingana sem eru búnir að vera þarna,“ sagði Katla. Ætlar að sýna sig og sanna Katla er að taka stórt skref úr Laugardalnum og yfir í sænsku úrvalsdeildina. Hún ætlar sér ekki að sitja þar á bekknum og horfa á. „Ég er komin þarna út og ætla að sanna mig og sýna mig í þessari deild. Spila mínútur þarna. Ég er mjög spennt að takast á við það verkefni sem mætir mér þarna,“ sagði Katla
Besta deild kvenna Sænski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira