Vilja ekki breyta nöfnum ráðs og sviðs Bjarki Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2023 16:31 Skúli Helgason, fulltrúi Samfylkingarinnar í Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði, og Kjartan Magnússon, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Vísir/Vilhelm/Sjálfstæðisflokkurinn Meirihlutinn í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar ætlar ekki að breyta nafngift eins ráðs og eins sviðs innan borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn segir það merki um að menningarlíf sé ofar í huga nefndarmanna en íþróttir. Nýlega lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði fram tillögu um að breyta nafni ráðsins, sem og nafni Menningar- og íþróttasviðs. Vildu fulltrúarnir að láta stafrófsröð ráða röð málaflokka. „Með því að láta stafrófsröð ráða í heitinu er lögð áhersla á að þessir mikilvægu málaflokkar séu jafnréttháir í starfsemi Reykjavíkurborgar,“ segir í bókun frá fundi ráðsins. Fulltrúar meirihlutans auk Vinstri grænna höfnuðu þó þessari tillögu. Í þeirra bókun segir að jafnvægi sé á milli menningar og íþrótta í starfsemi bæði ráðsins og sviðsins. Þá sé það ekki venjan að heiti sviða og ráða séu í stafrófsröð, samanber skóla- og frístundasvið, fjármála- og áhættustýringarsvið og umhverfis- og skipulagssvið. „Ekki er þörf er á því að breyta nafni sviðsins af þeim sökum eða öðrum, þvert á móti gæti nafnabreyting nú sent röng skilaboð um aukið vægi íþrótta á kostnað menningar nú þegar sviðið hefur borið nafn menningar- og íþróttasviðs allt þetta ár,“ segir í bókun meirihlutans. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja það hins vegar vera sem svo að í þeim tilvikum sem heiti sviða og ráða eru ekki í stafrófsröð sé það vegna pólitískra ákvarðana um mikilvægi viðkomandi málaflokka. „Þannig var ákveðið að hafa umhverfi á undan skipulagi í heiti þess ráðs og sviðs og hið sama gildir einnig um skóla- og frístundaráð og fjármála- og áhættustýringarsvið. Ekki verður því annað séð en að fulltrúar núverandi meirihluti menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs kjósi að haga nafngift nýs ráðs og sviðs eftir því hvor málaflokkurinn er mikilvægari í huga þeirra,“ segir í þeirra bókun. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Nýlega lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði fram tillögu um að breyta nafni ráðsins, sem og nafni Menningar- og íþróttasviðs. Vildu fulltrúarnir að láta stafrófsröð ráða röð málaflokka. „Með því að láta stafrófsröð ráða í heitinu er lögð áhersla á að þessir mikilvægu málaflokkar séu jafnréttháir í starfsemi Reykjavíkurborgar,“ segir í bókun frá fundi ráðsins. Fulltrúar meirihlutans auk Vinstri grænna höfnuðu þó þessari tillögu. Í þeirra bókun segir að jafnvægi sé á milli menningar og íþrótta í starfsemi bæði ráðsins og sviðsins. Þá sé það ekki venjan að heiti sviða og ráða séu í stafrófsröð, samanber skóla- og frístundasvið, fjármála- og áhættustýringarsvið og umhverfis- og skipulagssvið. „Ekki er þörf er á því að breyta nafni sviðsins af þeim sökum eða öðrum, þvert á móti gæti nafnabreyting nú sent röng skilaboð um aukið vægi íþrótta á kostnað menningar nú þegar sviðið hefur borið nafn menningar- og íþróttasviðs allt þetta ár,“ segir í bókun meirihlutans. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja það hins vegar vera sem svo að í þeim tilvikum sem heiti sviða og ráða eru ekki í stafrófsröð sé það vegna pólitískra ákvarðana um mikilvægi viðkomandi málaflokka. „Þannig var ákveðið að hafa umhverfi á undan skipulagi í heiti þess ráðs og sviðs og hið sama gildir einnig um skóla- og frístundaráð og fjármála- og áhættustýringarsvið. Ekki verður því annað séð en að fulltrúar núverandi meirihluti menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs kjósi að haga nafngift nýs ráðs og sviðs eftir því hvor málaflokkurinn er mikilvægari í huga þeirra,“ segir í þeirra bókun.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira