Fótbolti

Bellingham búinn að bæta met Ronaldo og Di Stefano

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jude Bellingham hefur vægast sagt farið vel af stað í treyju Real Madrid.
Jude Bellingham hefur vægast sagt farið vel af stað í treyju Real Madrid. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Jude Bellingham skoraði þriðja mark Real Madrid er liðið vann öruggan 3-0 útisigur gegn Cádiz í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Rodrygo skoraði fyrstu tvö mörk Madrídinga í leik gærdagsins áður en Bellingham bætti þriðja markinu við á 74. mínútu og innsiglaði sigurinn. 

Englendingurinn hefur þar með skorað 14 mörk í sínum fyrstu 15 leikjum fyrir Real Madrid og er hann sá fyrsti í sögu félagsins til að gera það. Þrír leikmenn deildu metinu áður, en þeir Cristiano Ronaldo, Alfredo di Stefano og Pruden skoruðu allir 13 mörk í sínum fyrstu 15 leikjum fyrir félagið.

Bellingham hefur skorað 11 mörk í 12 deildarleikjum fyrir Real Madrid á tímabilinu og þrjú í þremur leikjum í Meistaradeildinni. Sigur gærdagsins skaut Madrídingum á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með 35 stig eftir 14 leiki, einu stigi meira en Girona sem situr í öðru sæti og á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×