„Ákveðinn hópur sem ég leitaði til“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 23:24 Guðni Bergsson. vísir/vilhelm Guðni Bergsson fyrrverandi formaður KSÍ, sem sækist nú eftir kjöri á ný, kveðst fullur af orku til að halda áfram því starfi sem hann skildi við á sínum tíma. Hann velti fyrir sér framboðinu í nokkrar vikur áður en hann lét slag standa. „Ég get ekki sagt að þetta hafi verið skyndiákvörðun, ég velti þessu fyrir mér í nokkrar vikur þegar það fréttist að Vanda Sigurgeirsdóttir myndi mögulega ekki halda áfram sem formaður. Í kjölfarið á þeirri ákvörðun settu sig margir í samband við mig og skoruðu á mig að bjóða mig fram. Ég lagðist yfir þetta og eftir samráð við fjölskyldu og vini lét ég slag standa,“ segir Guðni í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni sem heimstótti Guðna. „Fótboltinn er auðvtiað aldrei langt undan í manns lífi,“ bætir Guðni við. Hann segist hafa leitað til nokkurra innan hreyfingarinnar áður en hann tók ákvörðun um framboð. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Vanda Sigurgeirsdóttir fráfarandi formaður tilkynnti það í upphafi nóvembermánaðar að hún myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Ýmislegt breyst „Það var ákveðinn hópur sem ég leitaði til þar sem ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að taka þetta að mér. Þó maður hafi verið frá fótboltanum í formlegum störfum í einhvern tíma, þá er ég ásamt góðum félögum með Knattspyrnuakademíu Íslands og tengist auðvitað mörgum fótboltamanninum og mínum gömlu félögum í Val, Bolton og Tottenham erlendis. Þá hef ég verið í þróunarverkefnum erlendis sem tengjast fótboltanum“ segir Guðni. Hann tekur undir það að ýmislegt hafi breyst á síðustu árum og frá því að hann var í atvinnumennsku sjálfur. Guðni fer fögrum orðum um knattspyrnuhreyfinguna hérlendis. „Yngri flokka starfið er nánast hvergi annars staðar eins gott og hér. Við erum að reka grasrótarstarf samhliða afreksstarfinu. Ég held að það sé vel á þessu starfi haldið, og miðað við höfðatölu erum við að skila af okkur hreint ótrúlega góðu knattspyrnufólki.“ Kominn tími á að endurnýja Um meistaraflokksknattspyrnu segir Guðni: „Deildarkeppnin er gríðarlega viðamikil, mikið um sjónvarp, mikil hlaðvarpsumræða. Það er mikil gróska og það koma breytingar sem flestar eru jákvæðar. Það er okkar verkefni að byggja félögunum aðstöðu við hæfi, og núna landsliðinu og félagsliðum varðandi okkar þjóðarleikvang, sem kominn er tími á að endurnýja. Þó fyrr hefði verið.“ Ársþingið verður haldið í lok febrúar eins og áður segir. „Ég er fullur af orku, krafti og bjartsýni. Ég er tilbúinn að halda áfram því starfi sem ég var í á sínum tíma, og gekk að ég held bara mjög vel með frábæru fólki í hreyfingunni.“ KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
„Ég get ekki sagt að þetta hafi verið skyndiákvörðun, ég velti þessu fyrir mér í nokkrar vikur þegar það fréttist að Vanda Sigurgeirsdóttir myndi mögulega ekki halda áfram sem formaður. Í kjölfarið á þeirri ákvörðun settu sig margir í samband við mig og skoruðu á mig að bjóða mig fram. Ég lagðist yfir þetta og eftir samráð við fjölskyldu og vini lét ég slag standa,“ segir Guðni í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni sem heimstótti Guðna. „Fótboltinn er auðvtiað aldrei langt undan í manns lífi,“ bætir Guðni við. Hann segist hafa leitað til nokkurra innan hreyfingarinnar áður en hann tók ákvörðun um framboð. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Vanda Sigurgeirsdóttir fráfarandi formaður tilkynnti það í upphafi nóvembermánaðar að hún myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Ýmislegt breyst „Það var ákveðinn hópur sem ég leitaði til þar sem ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að taka þetta að mér. Þó maður hafi verið frá fótboltanum í formlegum störfum í einhvern tíma, þá er ég ásamt góðum félögum með Knattspyrnuakademíu Íslands og tengist auðvitað mörgum fótboltamanninum og mínum gömlu félögum í Val, Bolton og Tottenham erlendis. Þá hef ég verið í þróunarverkefnum erlendis sem tengjast fótboltanum“ segir Guðni. Hann tekur undir það að ýmislegt hafi breyst á síðustu árum og frá því að hann var í atvinnumennsku sjálfur. Guðni fer fögrum orðum um knattspyrnuhreyfinguna hérlendis. „Yngri flokka starfið er nánast hvergi annars staðar eins gott og hér. Við erum að reka grasrótarstarf samhliða afreksstarfinu. Ég held að það sé vel á þessu starfi haldið, og miðað við höfðatölu erum við að skila af okkur hreint ótrúlega góðu knattspyrnufólki.“ Kominn tími á að endurnýja Um meistaraflokksknattspyrnu segir Guðni: „Deildarkeppnin er gríðarlega viðamikil, mikið um sjónvarp, mikil hlaðvarpsumræða. Það er mikil gróska og það koma breytingar sem flestar eru jákvæðar. Það er okkar verkefni að byggja félögunum aðstöðu við hæfi, og núna landsliðinu og félagsliðum varðandi okkar þjóðarleikvang, sem kominn er tími á að endurnýja. Þó fyrr hefði verið.“ Ársþingið verður haldið í lok febrúar eins og áður segir. „Ég er fullur af orku, krafti og bjartsýni. Ég er tilbúinn að halda áfram því starfi sem ég var í á sínum tíma, og gekk að ég held bara mjög vel með frábæru fólki í hreyfingunni.“
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40