Veður

Rigning suð­austan­lands en dá­lítil snjó­koma víða annars staðar

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður kringum frostmark en að sex stigum við suðausturströndina.
Hiti verður kringum frostmark en að sex stigum við suðausturströndina. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri breytilegri átt í dag með rigningu suðaustanlands og dálítilli snjókomu í öðrum landshlutum. Þó verður úrkomulítið vestanlands fram á kvöld.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði í kringum frostmark, en að sex stigum við suðausturströndina.

„Á morgun tekur við austlæg átt, gola eða kaldi með éljum á víð og dreif, en að mestu þurrt á Norður- og Vesturlandi. Hiti um eða undir frostmarki.

Norðan 5-13 m/s og él á fimmtudag, en þurrt sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 6 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. 

Spá fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Austan 3-10 m/s og dálítil él á víð og dreif. Hiti kringum frostmark.

Á fimmtudag og föstudag (fullveldisdagurinn): Norðlæg átt 5-13 og él, en þurrt sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 8 stig.

Á laugardag og sunnudag: Norðlæg átt, skýjað með köflum og stöku él norðaustantil. Kalt í veðri.

Á mánudag: Útlit fyrir svipað veður áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×