Maður sem kveikti í eigin veitingastað fer ekki fyrir Hæstarétt Jón Þór Stefánsson skrifar 28. nóvember 2023 10:55 Kveikt var í Kebab House við Hafnargötu í Keflavík í júní árið 2020. Vísir/Þorgils Málskotsbeiðni manns sem hefur verið sakfelldur fyrir að kveikja í eigin veitingastað í Reykjanesbæ árið 2020 hefur verið hafnað. Mál hans verður því ekki tekið fyrir í Hæstarétti. Landsréttur staðfesti í haust dóm héraðsdóms í málinu, þar sem manninum er gert að sæta tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisvist. Maðurinn vildi meina að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, jafnframt sagði hann það hafa verulega almenna þýðingu og ætti því erindi við Hæstarétt. Það væri sérstaklega vegna matsgerðar lögreglu í málinu, sem hann vildi meina að væri einhliða. Þá stæðist mat Landsréttar á matsgerðinni ekki skoðun að mati mannsins. Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Honum var gefið að sök að kveikja í húsnæði staðarins á á tveimur mismunandi stöðum. Hann bar fyrir sig að kviknað hefði í djúpsteikingarpotti, en rannsakendur málsins töldu ljóst að svo væri ekki. Bæði Landsréttur og Héraðsdómur Reykjaness að þeirri niðurstöðu að með íkveikjunni hafi maðurinn skapað verulega almannahættu með íkveikjunni. Sagði auðgunarbrot ekki fullframið Málið varðaði ekki bara eldsvoðann heldur líka tilraun mannsins til fjársvika. Mánuði eftir brunann fór maðurinn á fund með vátryggingarfélaginu Sjóvá og krafði félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins. Hann krafði félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar, en honum var hafnað um greiðslu bóta vegna þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að með framgöngu sinni hafi maðurinn gerst sekur um tilraun til fjársvika. Í málskotsbeiðni sinni sagði maðurinn það hafa verulega þýðingu hvort fjársvikabrotið hafi verið fullframið. Hann hafi ekki auðgast við brotið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hefði ekki verulega almenna þýðingu, eða mjög mikilvægt af öðrum ástæðum. Því var beiðni mannsins um áfrýjunarleyfi hafnað. Reykjanesbær Dómsmál Tryggingar Veitingastaðir Efnahagsbrot Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Maðurinn vildi meina að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, jafnframt sagði hann það hafa verulega almenna þýðingu og ætti því erindi við Hæstarétt. Það væri sérstaklega vegna matsgerðar lögreglu í málinu, sem hann vildi meina að væri einhliða. Þá stæðist mat Landsréttar á matsgerðinni ekki skoðun að mati mannsins. Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Honum var gefið að sök að kveikja í húsnæði staðarins á á tveimur mismunandi stöðum. Hann bar fyrir sig að kviknað hefði í djúpsteikingarpotti, en rannsakendur málsins töldu ljóst að svo væri ekki. Bæði Landsréttur og Héraðsdómur Reykjaness að þeirri niðurstöðu að með íkveikjunni hafi maðurinn skapað verulega almannahættu með íkveikjunni. Sagði auðgunarbrot ekki fullframið Málið varðaði ekki bara eldsvoðann heldur líka tilraun mannsins til fjársvika. Mánuði eftir brunann fór maðurinn á fund með vátryggingarfélaginu Sjóvá og krafði félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins. Hann krafði félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar, en honum var hafnað um greiðslu bóta vegna þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að með framgöngu sinni hafi maðurinn gerst sekur um tilraun til fjársvika. Í málskotsbeiðni sinni sagði maðurinn það hafa verulega þýðingu hvort fjársvikabrotið hafi verið fullframið. Hann hafi ekki auðgast við brotið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hefði ekki verulega almenna þýðingu, eða mjög mikilvægt af öðrum ástæðum. Því var beiðni mannsins um áfrýjunarleyfi hafnað.
Reykjanesbær Dómsmál Tryggingar Veitingastaðir Efnahagsbrot Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira