Hefja vinnslu á ný í Grindavík Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. nóvember 2023 11:52 Þorbjörn í Grindavík heitir eftir samnefndu fjalli í bænum. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að byrja að pakka saltfiski á ný í vinnslu sjávarútvegsfyrirtækisins Þorbjarnar í Grindavík í dag og er starfsfólk mætt á staðinn. Fyrirtækjum í Grindavík hefur nú verið auðveldað að hefja starfsemi aftur eftir að reglur um viðveru í bænum voru rýmkaðar. Frá og með deginum í dag mega íbúar í Grindavík og starfsmenn fyrirtækja vera í bænum frá sjö á morgnana til fimm á daginn en áður opnaði ekki fyrr en klukkan níu. „Ég á nú von á því að þetta komi sér vel og fyrirtæki geti þá hugað að rekstri og jafnvel hafið rekstur að nýju. Að því gefnu að lagnakerfi séu í lagi,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Sum af fyrirtækjunum í bænum eru að hefja starfsemi á ný. Tómas Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Arctic Saga, sem er sölufyrirtæki Þorbjarnar á Spáni, segir starfsemi landvinnslunnar hjá Þorbirni vera að hefjast á ný í dag. Tíu til fimmtán starfsmenn séu mættir á svæðið og til standi að byrja að pakka saltfisk aftur í dag. Tómas segir fiskinn hafa verið fluttan í geymslu í Þorlákshöfn þegar eftir stóru jarðskjálftana en nú sé búið að flytja fiskinn til baka og vinnslan að hefjast. Úlfar telur stöðuna þannig að óhætt sé fyrir fólk að vera í bænum yfir daginn. „Eins og staðan er í augnablikinu þá eru ekki taldar miklar líkur á eldgosi í Grindavík eða í næsta nágrenni við Grindavík og það er nú meðal annars þess vegna sem að þessi rýmkun á sér stað.“ Þá segir hann færri hafi lagt leið sína í bæinn undanfarna daga. „Þetta hefur nú verið þannig í gær og síðustu daga að það er nú ekki mikil traffík inn í Grindavík en það eru þá helst viðgerðarflokkar eða starfsmenn fyrirtækja sem eru að huga að sínum fyrirtækjum.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Opna stuðningstorg fyrir Grindvíkinga Almannavarnir, Rauði krossinn og íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect hefur komið rafrænu stuðningstorgi á laggirnar. Þar geta Grindvíkingar sótt sérhæfðan stuðning og heilbrigðisþjónustu sér að kostnaðarlausu frá og með deginum í dag. 28. nóvember 2023 10:28 Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. 28. nóvember 2023 10:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Frá og með deginum í dag mega íbúar í Grindavík og starfsmenn fyrirtækja vera í bænum frá sjö á morgnana til fimm á daginn en áður opnaði ekki fyrr en klukkan níu. „Ég á nú von á því að þetta komi sér vel og fyrirtæki geti þá hugað að rekstri og jafnvel hafið rekstur að nýju. Að því gefnu að lagnakerfi séu í lagi,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Sum af fyrirtækjunum í bænum eru að hefja starfsemi á ný. Tómas Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Arctic Saga, sem er sölufyrirtæki Þorbjarnar á Spáni, segir starfsemi landvinnslunnar hjá Þorbirni vera að hefjast á ný í dag. Tíu til fimmtán starfsmenn séu mættir á svæðið og til standi að byrja að pakka saltfisk aftur í dag. Tómas segir fiskinn hafa verið fluttan í geymslu í Þorlákshöfn þegar eftir stóru jarðskjálftana en nú sé búið að flytja fiskinn til baka og vinnslan að hefjast. Úlfar telur stöðuna þannig að óhætt sé fyrir fólk að vera í bænum yfir daginn. „Eins og staðan er í augnablikinu þá eru ekki taldar miklar líkur á eldgosi í Grindavík eða í næsta nágrenni við Grindavík og það er nú meðal annars þess vegna sem að þessi rýmkun á sér stað.“ Þá segir hann færri hafi lagt leið sína í bæinn undanfarna daga. „Þetta hefur nú verið þannig í gær og síðustu daga að það er nú ekki mikil traffík inn í Grindavík en það eru þá helst viðgerðarflokkar eða starfsmenn fyrirtækja sem eru að huga að sínum fyrirtækjum.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Opna stuðningstorg fyrir Grindvíkinga Almannavarnir, Rauði krossinn og íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect hefur komið rafrænu stuðningstorgi á laggirnar. Þar geta Grindvíkingar sótt sérhæfðan stuðning og heilbrigðisþjónustu sér að kostnaðarlausu frá og með deginum í dag. 28. nóvember 2023 10:28 Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. 28. nóvember 2023 10:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Opna stuðningstorg fyrir Grindvíkinga Almannavarnir, Rauði krossinn og íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect hefur komið rafrænu stuðningstorgi á laggirnar. Þar geta Grindvíkingar sótt sérhæfðan stuðning og heilbrigðisþjónustu sér að kostnaðarlausu frá og með deginum í dag. 28. nóvember 2023 10:28
Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. 28. nóvember 2023 10:16