Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um hættuástandið sem lýst hefur verið yfir í Vestmanneyjum vegna skemmdanna á vatnslögninni til Eyja.

Þá fjöllum við áfram um ástandið í Grindavík en þar er stefnt að því að byrja að pakka saltfiski á ný hjá Þorbirni í dag. Viðverutími í bænum hefur verið rýmkaður.

Einnig fjöllum við um verðtryggð lán sem sífellt fleiri húsnæðiseigendur sækja nú í. 

Að auki fjöllum við um niðurstöðu nýrrar könnunnar sem sýnir að mun hærra hlutfall kvenna en karla lengir fæðingarlof og hættir í vinnu til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Og í íþróttapakkanum er fjallað um nýjan leikmann Tindastóls í körfunni og ræðum stöðuna á kvennalandsliðinu í handbolta sem er á leið á stórmót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×