Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti, en þar er biðlað til Grindvíkinga að takmarka orkunotkun þennan dag. Verkið er unnið í samstarfi Landsnets við HS veitur og HS orku.
Á meðan aðgerðin stendur yfir mun Grindavíkurbær fá rafmagn frá þremur varaaflsvélum, sem nú er verið að flytja til Grindavíkur og verða tengdar inn á veitukerfið á með á verkinu stendur.
Fram kemur að vélarnar verði staðsettar á hafnarsvæðinu og geti annað 3,5 megavöttum sem eigi að geta séð Grindavík fyrir því rafmagni sem þörf er á.
„Við biðjum bæði fólk og fyrirtæki í Grindavík að takmarka orkunotkun þennan dag til að allt gangi að óskum. Að öðru leyti eigum við ekki von á að notendur verði fyrir rafmagnstruflunum vegna aðgerðarinnar,“ segir í tilkynningunni.