Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu og telur bótaskyldu fyrir hendi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjáum myndir af lögninni.

Þá kíkjum við til Grindavíkur þar sem starfsemi hófst á ný í einhverjum fyrirtækjum í dag og verðum í beinni frá Alþingi. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt málaþurrð hjá ríkisstjórninni en örfá stjórnarfrumvörp hafa verið samþykkt á þessum þingvetri. Við heyrum í forsætisráðherra um gagnrýnina.

Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskorts. Kristján Már Unnarsson skoðar málið en sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði út allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi.

Við kíkjum einnig á íburðarmiklar jólaskreytingar í Hvíta húsinu og verðum í beinni frá Guðmundarlundi þar sem jólaljósin hafa verið tendruð og svokallað vasaljósaleikrit fer nú fram.

Í Íslandi í dag heyrum við sögu Sigríðar sem tókst á við fæðingarþunglyndi í áratug, hugsaði um að taka eigið líf en miðlar nú af reynslu sinni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×