Á vef Vegagerðarinnar segir að á morgun, miðvikudag, verði heiðinni lokað í Austurátt, til Hveragerðis, milli klukkan níu og tólf. Milli klukkan tíu og tvö verði henni lokað í vesturátt, til Reykjavíkur.
Umferð verður beint um Þrengslaveg og Þorlákshafnarveg meðan á lokuninni stendur.