Innlent

Edda Björk hand­tekin

Árni Sæberg skrifar
Edda Björk Arnardóttir hefur verið handtekin.
Edda Björk Arnardóttir hefur verið handtekin.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Í sumar var greint frá því að norsk yfirvöld hafi krafist þess að Edda yrði handtekin og framseld til Noregs vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum.

Í gær var svo lýst eftir Eddu Björk og athygli vakin á því að það getur varðað fangelsi allt að einu ári að aðstoða eftirlýstan mann við að komast undan handtöku, með því að fela viðkomandi, hjálpa við að flýja eða segja rangt til um hvar viðkomandi sé.

Í dag sagði Edda Björk í yfirlýsingu á Facebook að hún hefði ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt væri að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki væri komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar.

Í tilkynningu lögreglunnar er ekkert tekið fram um það hvort Edda Björk hafi gefið sig fram af sjálfsdáðum.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×