Mark Cuban að selja Dallas Mavericks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 07:31 Mark Cuban er alltaf áberandi á hliðarlínunni hjá Dallas Mavericks. Getty/Ron Jenkins Mark Cuban er einn þekktasti og litríkasti eigandi félags í NBA-deildinni en nú virðist komið að tímamótum hjá honum. Bandarískir fjölmiðlar segja að Cuban sé að selja Dallas Mavericks til Adelson fjölskyldunnar. Sources: Mark Cuban is selling a majority stake of the Dallas Mavericks to Miriam Adelson and casino tycoon Adelson family for valuation in range of $3.5 billion. In one of most unique setups in NBA history, Cuban keeps shares in team and full control of basketball operations. pic.twitter.com/9iTqZvoGX1— Shams Charania (@ShamsCharania) November 28, 2023 Samkvæmt fréttum Associated Press þá mun Cuban fá í kringum 3,5 milljarða Bandaríkjadala fyrir félagið eða um 482 milljarða íslenskra króna. Það er þó ekki alveg ljóst hvort hann selji allan sinn hlut eða bara meirihlutann. Cuban verður sama hver niðurstaðan verður viðloðinn félagið áfram en hann fær að stýra öllum körfuboltatengdum málum þess áfram. Hann hefur verið áberandi á hliðarlínunni í leikjum Dallas og verður það því eflaust áfram. Cuvan keypti Dallas 285 milljónir dollara árið 2000 og gæti því verið að græða tólffalt á þessari sölu 23 árum seinna. Hann er nefnilega alls að græða um 3,2 milljarða Bandaríkjadala á þessum tveimur áratugum eða um 440 milljarða íslenskra króna. Það mun taka sinn tíma fyrir söluferlið að ganga í gegn en aðrir eigendur félaga í NBA deildinni þurfa að samþykkja allt saman. Nýir eigendur þurfa að vera vottaðir til að fá að komast í hópinn. MARK CUBAN 1995: Co-founded Broadcast .com1999: The site sells for $5.7 billion 2000: Buys Mavs for $285 million 2011: Mavs win NBA Championship2023: Sells majority stake for $3.5 billion pic.twitter.com/m3B5HxQZEt— Ballislife.com (@Ballislife) November 29, 2023 Hinn 65 ára gamli Cuban hefur átt Mavericks síðan 2000. Hann var því ekki búinn að eiga félagið nema í þrjú ár þegar Jón Arnór Stefánsson kom til Dallas árið 2003. Miklar breytingar eru hjá Cuban þessa dagana því hann tilkynnti líka í gær að hann væri að hætta í sjónvarpsþættinum „Shark Tank“ á næsta ári eftir sextán ár þar. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar segja að Cuban sé að selja Dallas Mavericks til Adelson fjölskyldunnar. Sources: Mark Cuban is selling a majority stake of the Dallas Mavericks to Miriam Adelson and casino tycoon Adelson family for valuation in range of $3.5 billion. In one of most unique setups in NBA history, Cuban keeps shares in team and full control of basketball operations. pic.twitter.com/9iTqZvoGX1— Shams Charania (@ShamsCharania) November 28, 2023 Samkvæmt fréttum Associated Press þá mun Cuban fá í kringum 3,5 milljarða Bandaríkjadala fyrir félagið eða um 482 milljarða íslenskra króna. Það er þó ekki alveg ljóst hvort hann selji allan sinn hlut eða bara meirihlutann. Cuban verður sama hver niðurstaðan verður viðloðinn félagið áfram en hann fær að stýra öllum körfuboltatengdum málum þess áfram. Hann hefur verið áberandi á hliðarlínunni í leikjum Dallas og verður það því eflaust áfram. Cuvan keypti Dallas 285 milljónir dollara árið 2000 og gæti því verið að græða tólffalt á þessari sölu 23 árum seinna. Hann er nefnilega alls að græða um 3,2 milljarða Bandaríkjadala á þessum tveimur áratugum eða um 440 milljarða íslenskra króna. Það mun taka sinn tíma fyrir söluferlið að ganga í gegn en aðrir eigendur félaga í NBA deildinni þurfa að samþykkja allt saman. Nýir eigendur þurfa að vera vottaðir til að fá að komast í hópinn. MARK CUBAN 1995: Co-founded Broadcast .com1999: The site sells for $5.7 billion 2000: Buys Mavs for $285 million 2011: Mavs win NBA Championship2023: Sells majority stake for $3.5 billion pic.twitter.com/m3B5HxQZEt— Ballislife.com (@Ballislife) November 29, 2023 Hinn 65 ára gamli Cuban hefur átt Mavericks síðan 2000. Hann var því ekki búinn að eiga félagið nema í þrjú ár þegar Jón Arnór Stefánsson kom til Dallas árið 2003. Miklar breytingar eru hjá Cuban þessa dagana því hann tilkynnti líka í gær að hann væri að hætta í sjónvarpsþættinum „Shark Tank“ á næsta ári eftir sextán ár þar. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum