Guardiola: Þarf ég að segja þetta aftur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 12:31 Erling Haaland fagnar metmarkinu sínu í gærkvöldi. AP/Dave Thompson Það er nánast daglegt brauð að norski framherjinn Erling Haaland bæti einhvers konar markamet enda raðar hann inn mörkum með Manchester City. Haaland gerði það einmitt í gærkvöldi þegar hann skoraði fyrsta markið í 3-2 endurkomusigri City á móti RB Leipzig. Þessi 23 ára gamli framherji varð þar með bæði fljótastur og yngstur allra í sögunni til að skora fjörutíu mörk í Meistaradeildinni. Þremur dögum fyrr hafði hann verið fljótastur til að skora fimmtíu mörk í ensku úrvalsdeildinni. Pep Guardiola on Erling Haaland: I have to tell you again? We love him. pic.twitter.com/1BuJO9ryZX— City Report (@cityreport_) November 28, 2023 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er auðvitað alltaf spurður út í öll þessi met sem Haaland er að slá. „Aftur? Þarf ég að segja þetta aftur?,“ sagði Pep Guardiola hlæjandi á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Eins og ég hef sagt þúsund milljón sinnum áður þá þykir mér mikið til þess koma. Þeir unnu leikinn og annað met. Til hamingju. Hann er frábær leikmaður. Eins og ég segi ykkur hvað eftir annað þá erum við mjög ánægð með hann,“ sagði Guardiola. „Við elskum hann en ekki bara fyrir mörkin sem hann skorar heldur fyrir margt annað líka,“ sagði Guardiola. Haaland þurfti aðeins 35 leiki til að skora 40 mörk í Meistaradeildinni en með því sló hann met Ruud van Nistelrooy sem náði því í 45 leikjum. Fastest player to reach 50 Premier League goals. Fastest player to reach 40 Champions League goals. Youngest player to reach 40 Champions League goalsErling Haaland. pic.twitter.com/zJtqkNcodh— City Chief (@City_Chief) November 29, 2023 Hann sló einnig met Kylian Mbappé með því að vera sá yngsti sem nær þessu. Haaland var aðeins 23 ára og 130 daga gamall í gær. Manchester City var komið áfram en tryggði sér sigur í riðlinum í gær og það var Guardiola mikilvægt þótt að hann hafi ekki veirð sáttur með frammistöðuna ekki síst í fyrri hálfleiknum sem liðið tapaði 2-0. „Við verðum í efri styrkleikaflokknum í febrúar. Ég veit ekki hverjum við munum mæta en seinni leikurinn verður á heimavelli og í kvöld sýndum við enn á ný að við getum komið til baka,“ sagði Guardiola. "I have to tell you again?!" Even Pep Guardiola is running out of words to describe Erling Haaland's feats#mcfc | #ucl pic.twitter.com/na3eHvQgcg— Mirror Football (@MirrorFootball) November 28, 2023 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Haaland gerði það einmitt í gærkvöldi þegar hann skoraði fyrsta markið í 3-2 endurkomusigri City á móti RB Leipzig. Þessi 23 ára gamli framherji varð þar með bæði fljótastur og yngstur allra í sögunni til að skora fjörutíu mörk í Meistaradeildinni. Þremur dögum fyrr hafði hann verið fljótastur til að skora fimmtíu mörk í ensku úrvalsdeildinni. Pep Guardiola on Erling Haaland: I have to tell you again? We love him. pic.twitter.com/1BuJO9ryZX— City Report (@cityreport_) November 28, 2023 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er auðvitað alltaf spurður út í öll þessi met sem Haaland er að slá. „Aftur? Þarf ég að segja þetta aftur?,“ sagði Pep Guardiola hlæjandi á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Eins og ég hef sagt þúsund milljón sinnum áður þá þykir mér mikið til þess koma. Þeir unnu leikinn og annað met. Til hamingju. Hann er frábær leikmaður. Eins og ég segi ykkur hvað eftir annað þá erum við mjög ánægð með hann,“ sagði Guardiola. „Við elskum hann en ekki bara fyrir mörkin sem hann skorar heldur fyrir margt annað líka,“ sagði Guardiola. Haaland þurfti aðeins 35 leiki til að skora 40 mörk í Meistaradeildinni en með því sló hann met Ruud van Nistelrooy sem náði því í 45 leikjum. Fastest player to reach 50 Premier League goals. Fastest player to reach 40 Champions League goals. Youngest player to reach 40 Champions League goalsErling Haaland. pic.twitter.com/zJtqkNcodh— City Chief (@City_Chief) November 29, 2023 Hann sló einnig met Kylian Mbappé með því að vera sá yngsti sem nær þessu. Haaland var aðeins 23 ára og 130 daga gamall í gær. Manchester City var komið áfram en tryggði sér sigur í riðlinum í gær og það var Guardiola mikilvægt þótt að hann hafi ekki veirð sáttur með frammistöðuna ekki síst í fyrri hálfleiknum sem liðið tapaði 2-0. „Við verðum í efri styrkleikaflokknum í febrúar. Ég veit ekki hverjum við munum mæta en seinni leikurinn verður á heimavelli og í kvöld sýndum við enn á ný að við getum komið til baka,“ sagði Guardiola. "I have to tell you again?!" Even Pep Guardiola is running out of words to describe Erling Haaland's feats#mcfc | #ucl pic.twitter.com/na3eHvQgcg— Mirror Football (@MirrorFootball) November 28, 2023
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira