Flugu yfir Atlantshafið á fitu og sykri Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2023 10:29 Farþegaþotunni var lent í New York í gærkvöldi. AP/Jason DeCrow Flugmenn Virgin Atlantic flugu í gær farþegaþotu yfir Atlantshafið á eingöngu fitu og sykri, ekki hefðbundnu eldsneyti. Er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert en flugvélin losar um sjötíu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum en hefðbundnar farþegaþotur. Flugvélinni var flogið frá Lundúnum til New York en engir farþegar voru um borð, þar sem um tilraunaflug var að ræða. Þá mun Virgin ekki bjóða upp á aðrar slíkar flugferðir á næstunni, þar sem þessari var eingöngu ætlað að sýna fram á að hægt væri að gera flugferðir vistvænni. Flogið var á Boeing 787 flugvél sem búin er Rolls-Royce Trent 1000 þotuhreyflum. Eldsneytið sem notað var í flugferðina er að mestu úr notaðri matarolíu, afgangsdýrafitu og afurðum úr úrgangskorni. Sérfræðingar segja eldsneyti sem þetta geta spilað stóra rullu í að draga úr losun flugiðnaðarins, samkvæmt frétt Washington Post. Enn sem komið er er þó mjög lítið af þessu eldsneyti framleitt og það er frekar dýrt. Þá eru þotuhreyflar ekki hannaðir til að brenna eingöngu vistvænt eldsneyti. Hægt er að blanda vistvænu eldsneyti við hefðbundið eldsneyti til að draga úr losun flugvéla og er það gert víða. Richard Branson, eigandi Virgin Galactic, er hér með sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, aðstoðarsamgönguráðherra Bandaríkjanna, og öðrum.AP/Jason DeCrow Í frétt Reuters kemur fram að um tvö til þrjú prósent allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum kemur frá flugiðnaðinum. Mark Harper, samgönguráðherra Bretlands, var um borð í flugvélinni en við lendingu sagðist hann engan mun hafa fundið á þessari flugferð og öðrum. Richard Branson, eigandi Virgin, sagði við lendinguna að það myndi taka tíma að auka framleiðslu á vistvænu eldsneyti en einhversstaðar þyrfti fólk að byrja. Fréttir af flugi Umhverfismál Bretland Bandaríkin Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flugvélinni var flogið frá Lundúnum til New York en engir farþegar voru um borð, þar sem um tilraunaflug var að ræða. Þá mun Virgin ekki bjóða upp á aðrar slíkar flugferðir á næstunni, þar sem þessari var eingöngu ætlað að sýna fram á að hægt væri að gera flugferðir vistvænni. Flogið var á Boeing 787 flugvél sem búin er Rolls-Royce Trent 1000 þotuhreyflum. Eldsneytið sem notað var í flugferðina er að mestu úr notaðri matarolíu, afgangsdýrafitu og afurðum úr úrgangskorni. Sérfræðingar segja eldsneyti sem þetta geta spilað stóra rullu í að draga úr losun flugiðnaðarins, samkvæmt frétt Washington Post. Enn sem komið er er þó mjög lítið af þessu eldsneyti framleitt og það er frekar dýrt. Þá eru þotuhreyflar ekki hannaðir til að brenna eingöngu vistvænt eldsneyti. Hægt er að blanda vistvænu eldsneyti við hefðbundið eldsneyti til að draga úr losun flugvéla og er það gert víða. Richard Branson, eigandi Virgin Galactic, er hér með sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, aðstoðarsamgönguráðherra Bandaríkjanna, og öðrum.AP/Jason DeCrow Í frétt Reuters kemur fram að um tvö til þrjú prósent allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum kemur frá flugiðnaðinum. Mark Harper, samgönguráðherra Bretlands, var um borð í flugvélinni en við lendingu sagðist hann engan mun hafa fundið á þessari flugferð og öðrum. Richard Branson, eigandi Virgin, sagði við lendinguna að það myndi taka tíma að auka framleiðslu á vistvænu eldsneyti en einhversstaðar þyrfti fólk að byrja.
Fréttir af flugi Umhverfismál Bretland Bandaríkin Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira