Ekki lengur bara blá augu í Myndinni hennar Lísu Lovísa Arnardóttir skrifar 29. nóvember 2023 15:32 Olga Guðrún vonar að ný ljóðlína faðmi betur alla áheyrendur. Aðsend Rithöfundurinn Olga Guðrún Árnadóttir hefur breytt einni línu í ljóðinu Myndin hennar Lísu svo lagið faðmi betur fjölbreytileika samfélagsins. Lagið er samið fyrir 46 árum og samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðan þá segir Olga. Breytingin er í ljóðlínu í seinna erindi lagsins. Áður var sungið um blá augu en eftir breytingu er einnig sungið um brún augu. Olga Guðrún sendi fyrir helgi frá sér orðsendingu á Facebook-síðu sinni til kennara, kórstjóra, foreldra og alls hins syngjandi fjölda varðandi texta lagsins. Þar segir Olga Guðrún að hún hafi, í seinni tíð, oft orðið vör við það að kórstjórar, leikskólakennarar og tónmenntakennarar sem stýri fjölbreyttum hópum í söng eigi í vandræðum með með eina ljóðlínu í seinna erindi og stelist jafnvel til að breyta henni einhvern veginn til þess að hún virki síður útilokandi fyrir söngvara sem eru dökkir á brún og brá. Óþarfa þröskuldur Það er línan „Augu svo blá“ sem Olga Guðrún hefur nú breytt í „Brún augu og blá“. Upphaflega ljóðmyndin vísar, að sögn Olgu Guðrúnar, til sakleysisins, en sú vísun virðist æ oftar fara forgörðum og þannig myndast óþarfa þröskuldur á milli ljóðsins og viðtakanda þess að mati skáldsins. „Þess vegna hef ég ákveðið að breyta ljóðlínunni sem um ræðir þannig að í stað ,,augu svo blá" komi ,,BRÚN AUGU OG BLÁ", sem mér finnst samræmast vel fagurfræði ljóðsins,“ segir Olga Guðrún í orðsendingu sinni en bætir því svo við að þeim sem vilji halda sig við eldri útgáfuna sé auðvitað frjálst að gera það áfram. Olga segist vonast til þess að með breytingunni nái lagið að umfaðma sem flesta í samfélagi fjölbreytileikans, útiloki engan og enginn þurfi að kreppa tærnar í marglitum sönghópum eða vögguvísurauli fyrir svefninn. Hægt er að hlusta á eldri útgáfuna hér að ofan og svo lesa ljóðið í heild sinni, með nýjum texta, þar fyrir neðan. Myndin hennar Lísu Gult fyrir sól, grænt fyrir líf, grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð. Hvítt fyrir börn sem biðja um frið, biðja þess eins að mega lifa eins og við. Er ekki jörðin fyrir alla? Taktu þér blað, málaðu á það mynd þar sem allir eiga öruggan stað. Brún augu og blá, hjörtu sem slá, hendur sem fegnar halda frelsinu á. Þá verður jörðin fyrir alla. Tónlist Ljóðlist Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Breytingin er í ljóðlínu í seinna erindi lagsins. Áður var sungið um blá augu en eftir breytingu er einnig sungið um brún augu. Olga Guðrún sendi fyrir helgi frá sér orðsendingu á Facebook-síðu sinni til kennara, kórstjóra, foreldra og alls hins syngjandi fjölda varðandi texta lagsins. Þar segir Olga Guðrún að hún hafi, í seinni tíð, oft orðið vör við það að kórstjórar, leikskólakennarar og tónmenntakennarar sem stýri fjölbreyttum hópum í söng eigi í vandræðum með með eina ljóðlínu í seinna erindi og stelist jafnvel til að breyta henni einhvern veginn til þess að hún virki síður útilokandi fyrir söngvara sem eru dökkir á brún og brá. Óþarfa þröskuldur Það er línan „Augu svo blá“ sem Olga Guðrún hefur nú breytt í „Brún augu og blá“. Upphaflega ljóðmyndin vísar, að sögn Olgu Guðrúnar, til sakleysisins, en sú vísun virðist æ oftar fara forgörðum og þannig myndast óþarfa þröskuldur á milli ljóðsins og viðtakanda þess að mati skáldsins. „Þess vegna hef ég ákveðið að breyta ljóðlínunni sem um ræðir þannig að í stað ,,augu svo blá" komi ,,BRÚN AUGU OG BLÁ", sem mér finnst samræmast vel fagurfræði ljóðsins,“ segir Olga Guðrún í orðsendingu sinni en bætir því svo við að þeim sem vilji halda sig við eldri útgáfuna sé auðvitað frjálst að gera það áfram. Olga segist vonast til þess að með breytingunni nái lagið að umfaðma sem flesta í samfélagi fjölbreytileikans, útiloki engan og enginn þurfi að kreppa tærnar í marglitum sönghópum eða vögguvísurauli fyrir svefninn. Hægt er að hlusta á eldri útgáfuna hér að ofan og svo lesa ljóðið í heild sinni, með nýjum texta, þar fyrir neðan. Myndin hennar Lísu Gult fyrir sól, grænt fyrir líf, grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð. Hvítt fyrir börn sem biðja um frið, biðja þess eins að mega lifa eins og við. Er ekki jörðin fyrir alla? Taktu þér blað, málaðu á það mynd þar sem allir eiga öruggan stað. Brún augu og blá, hjörtu sem slá, hendur sem fegnar halda frelsinu á. Þá verður jörðin fyrir alla.
Tónlist Ljóðlist Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira