Grindavíkurhöfn dýpri og mikill hugur í hafnarstjóranum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2023 22:27 Fáir bátar voru eftir í Grindavíkurhöfn föstudaginn 10. nóvember þegar bærinn var rýmdur. Vísir/Vilhelm Grindavíkurhöfn hefur dýpkað eftir jarðhræringar undanfarinna vikna. Bryggjurnar hafa sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra. Hafnarstjóri segir höfnina geta verið viðkvæmari fyrir flóðum en segir dýpkunina líka hafa ýmsa kosti í för með sér. Tekið verður á móti fyrsta skipi til löndunar síðan að bærinn var rýmdur á morgun. „Landið allt saman hefur sigið þannig að væntanlega hefur botninn undir höfninni líka sigið. Við sjáum það bara á sjávarfallamælum,“ segir Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá er atvinnustarfsemi hægt og bítandi að hefjast að nýju í bænum. „Við teljum það alveg öruggt. Síðan hafa bryggjurnar líka sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra sirka við síðustu mælingar, það á eftir að mæla þetta aftur. Þetta er bara hluti af þessu landsigi öllu. Ég held það sé skárra að hún sígi frekar en rísi og grynnki þá ekki.“ Hvaða þýðingu hefur þessi dýpkun fyrir ykkur? „Það gæti verið að höfnin verði eilítið viðkvæmari fyrir sjávarflóðum seinna meir. En það þýðir líka að skip geti verið með meiri djúpristu heldur en áður. Það er svona góða fréttin í þessu. Við þurfum ekki að dýpka með dýrum kostnaði þessa þrjátíu sentímetra að minnsta kosti, ef að það er það er að segja. Þetta er allt með þessum fyrirvörum, ef og hefði og allt þetta.“ Fyrsta löndunin í langan tíma þjóðhátíð fyrir höfnina Á morgun er von á fyrsta skipinu til löndunar í Grindavíkurhöfn þegar Sturla GK 12 mætir í fyrramálið. „Það er ágætis frétt líka. Hún er væntanleg á morgun klukkan 07, á sama tíma og almannavarnir hafa gefið heimild til. Hún hendir inn sínum afla og verður líklega farin um hádegið.“ Sigurður segir að vonandi sé um að ræða merki um það að allt sé hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf, eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. „Þetta er bara þjóðhátíðardagur fyrir höfnina. Þetta er mjög ánægjulegt. Fyrirtækin eru búin að bretta upp ermarnar og það er svo mikill kraftur og svona ákveðni. Núna er baráttan um að halda í fólkið, aðeins að róa sig. Það er bara þvílíkur hugur í fólki og það er alveg frábært að sjá hvað fyrirtækin eru öflug. Það er svona temmileg bjartsýn í gangi, maður reynir að stilla væntingunum í hóf líka.“ Grindavík Sjávarútvegur Hafnarmál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Landið allt saman hefur sigið þannig að væntanlega hefur botninn undir höfninni líka sigið. Við sjáum það bara á sjávarfallamælum,“ segir Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá er atvinnustarfsemi hægt og bítandi að hefjast að nýju í bænum. „Við teljum það alveg öruggt. Síðan hafa bryggjurnar líka sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra sirka við síðustu mælingar, það á eftir að mæla þetta aftur. Þetta er bara hluti af þessu landsigi öllu. Ég held það sé skárra að hún sígi frekar en rísi og grynnki þá ekki.“ Hvaða þýðingu hefur þessi dýpkun fyrir ykkur? „Það gæti verið að höfnin verði eilítið viðkvæmari fyrir sjávarflóðum seinna meir. En það þýðir líka að skip geti verið með meiri djúpristu heldur en áður. Það er svona góða fréttin í þessu. Við þurfum ekki að dýpka með dýrum kostnaði þessa þrjátíu sentímetra að minnsta kosti, ef að það er það er að segja. Þetta er allt með þessum fyrirvörum, ef og hefði og allt þetta.“ Fyrsta löndunin í langan tíma þjóðhátíð fyrir höfnina Á morgun er von á fyrsta skipinu til löndunar í Grindavíkurhöfn þegar Sturla GK 12 mætir í fyrramálið. „Það er ágætis frétt líka. Hún er væntanleg á morgun klukkan 07, á sama tíma og almannavarnir hafa gefið heimild til. Hún hendir inn sínum afla og verður líklega farin um hádegið.“ Sigurður segir að vonandi sé um að ræða merki um það að allt sé hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf, eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. „Þetta er bara þjóðhátíðardagur fyrir höfnina. Þetta er mjög ánægjulegt. Fyrirtækin eru búin að bretta upp ermarnar og það er svo mikill kraftur og svona ákveðni. Núna er baráttan um að halda í fólkið, aðeins að róa sig. Það er bara þvílíkur hugur í fólki og það er alveg frábært að sjá hvað fyrirtækin eru öflug. Það er svona temmileg bjartsýn í gangi, maður reynir að stilla væntingunum í hóf líka.“
Grindavík Sjávarútvegur Hafnarmál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira