Mesta eignartjón síðan í Suðurlandsskjálftanum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2023 12:07 Töluverðar skemmdir urðu á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík í jarðskjálftunum. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti um tuttugu hús eru talin ónýt í Grindavík eftir jarðskjálftana. Matsmenn eru enn að störfum og því gætu fleiri hús verið metin óíbúðarhæf. Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir um mesta eigntjón að ræða síðan í Suðurlandskjálftunum árið 2008. Náttúruhamfarartryggingu Íslands hafa borist ríflega hundrað og fimmtíu tilkynningar um tjón á húsum og innbúum í Grindavík. Matsmenn hafa verið í bænum síðustu daga og verða áfram út vikuna til að meta tjón. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfarartryggingar Íslands, segir að eftir daginn í dag verði búið að skoða um sextíu fasteignir. „Við höfum fyrst og fremst núna verið að einbeita okkur að þessari svokallaðri stóru sprungu eða sigdal sem liggur í gengum allan bæinn og við höfum fyrst og fremst svona myndina af því hversu mörg hús þar í kring eru með altjón. Okkur sýnist að það gæti alveg verið á fleiri stöðum í bænum sem að við höfum ekki komist í að skoða enn þá en þetta eru væntanlega einhvers staðar í kringum tuttugu hús að minnsta kosti sem við erum að horfa á að þetta gæti átt við.“ Um fimm þúsund tilkynningar bárust um tjón í Suðurlandsskjálftanum en Hulda segir að tjónið nú sé minna. „Ég held að við getum alveg sagt að þetta er stærsti atburður sem að hefur orðið síðan 2008 þegar jarðskjálftinn varð á Suðurlandi og það varð mikið tjón þá bæði á Selfossi og Hveragerði og nærsveitum þar. Þannig að þetta er stærsta tjón síðan þá.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Tengdar fréttir Byrjað að fylla í sprunguna Framkvæmdir við sprunguna sem varð til við jarðhræringarnar í Grindavík eru hafnar við Austurveg. Tækja- og vélamaður hjá Grindavíkurbæ segir lagnirnar líta mjög vel út miðað við það sem reiknað var með. 28. nóvember 2023 18:18 Þýðingarmikið að sjá líf kvikna í Grindavík Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Arctic Saga, og Jóhann Vignir Gunnarsson sem sér um markaðsmál hjá Þorbirni hf. í Grindavík mættu til vinnu í fiskvinnslu í Grindavík í dag. Þeir segja flesta jákvæða en skjálfta í mörgum. 28. nóvember 2023 17:01 Ljótar sprungur en lítur miklu betur út en hann ímyndaði sér Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir Grindavík líta mun betur út en hann bjóst við. Nú þurfi Grindvíkingar að laga innviði svo að bærinn verði aftur íbúðarhæfur. 28. nóvember 2023 15:36 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Náttúruhamfarartryggingu Íslands hafa borist ríflega hundrað og fimmtíu tilkynningar um tjón á húsum og innbúum í Grindavík. Matsmenn hafa verið í bænum síðustu daga og verða áfram út vikuna til að meta tjón. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfarartryggingar Íslands, segir að eftir daginn í dag verði búið að skoða um sextíu fasteignir. „Við höfum fyrst og fremst núna verið að einbeita okkur að þessari svokallaðri stóru sprungu eða sigdal sem liggur í gengum allan bæinn og við höfum fyrst og fremst svona myndina af því hversu mörg hús þar í kring eru með altjón. Okkur sýnist að það gæti alveg verið á fleiri stöðum í bænum sem að við höfum ekki komist í að skoða enn þá en þetta eru væntanlega einhvers staðar í kringum tuttugu hús að minnsta kosti sem við erum að horfa á að þetta gæti átt við.“ Um fimm þúsund tilkynningar bárust um tjón í Suðurlandsskjálftanum en Hulda segir að tjónið nú sé minna. „Ég held að við getum alveg sagt að þetta er stærsti atburður sem að hefur orðið síðan 2008 þegar jarðskjálftinn varð á Suðurlandi og það varð mikið tjón þá bæði á Selfossi og Hveragerði og nærsveitum þar. Þannig að þetta er stærsta tjón síðan þá.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Tengdar fréttir Byrjað að fylla í sprunguna Framkvæmdir við sprunguna sem varð til við jarðhræringarnar í Grindavík eru hafnar við Austurveg. Tækja- og vélamaður hjá Grindavíkurbæ segir lagnirnar líta mjög vel út miðað við það sem reiknað var með. 28. nóvember 2023 18:18 Þýðingarmikið að sjá líf kvikna í Grindavík Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Arctic Saga, og Jóhann Vignir Gunnarsson sem sér um markaðsmál hjá Þorbirni hf. í Grindavík mættu til vinnu í fiskvinnslu í Grindavík í dag. Þeir segja flesta jákvæða en skjálfta í mörgum. 28. nóvember 2023 17:01 Ljótar sprungur en lítur miklu betur út en hann ímyndaði sér Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir Grindavík líta mun betur út en hann bjóst við. Nú þurfi Grindvíkingar að laga innviði svo að bærinn verði aftur íbúðarhæfur. 28. nóvember 2023 15:36 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Byrjað að fylla í sprunguna Framkvæmdir við sprunguna sem varð til við jarðhræringarnar í Grindavík eru hafnar við Austurveg. Tækja- og vélamaður hjá Grindavíkurbæ segir lagnirnar líta mjög vel út miðað við það sem reiknað var með. 28. nóvember 2023 18:18
Þýðingarmikið að sjá líf kvikna í Grindavík Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Arctic Saga, og Jóhann Vignir Gunnarsson sem sér um markaðsmál hjá Þorbirni hf. í Grindavík mættu til vinnu í fiskvinnslu í Grindavík í dag. Þeir segja flesta jákvæða en skjálfta í mörgum. 28. nóvember 2023 17:01
Ljótar sprungur en lítur miklu betur út en hann ímyndaði sér Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir Grindavík líta mun betur út en hann bjóst við. Nú þurfi Grindvíkingar að laga innviði svo að bærinn verði aftur íbúðarhæfur. 28. nóvember 2023 15:36