Innlent

Lokuðu Grafarvogslaug um stund vegna bilunar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá Grafarvogslaug.
Frá Grafarvogslaug. Grafarvogslaug

Loka þurfti Grafarvogslaug um stund í morgun vegna bilunar hjá Veitum. Lokunin varði í rúma klukkustund en laugin er nú opin. Heitavatnslaust er í hluta Hamrahverfis.

Forsvarsmenn laugarinnar tilkynntu á Facebook síðu sinni klukkan 11 að laugin væri lokuð. Var það vegna þess að heitavatnslögn fór í sundur í Grafarvogi. Því var ekkert heitt vatn í lauginni.

Starfsmaður laugarinnar staðfesti í samtali við Vísi rétt fyrir klukkan 12 að laugin væri opin að nýju. Bilunin hefði haft minni áhrif en búist hafði verið við.

Í tilkynningu á vef Veitna kemur fram að heitvatnslaust sé í hluta Hamrahverfis í Grafarvogi. Rétt eftir klukkan 11 segir á vef Veitna að búið sé að staðsetja bilunina og að unnið sé að viðgerð.

Benda Veitur íbúum á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst að á ný. Veitur tilkynntu fyrst um bilunina klukkan 10:48.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×