Gagnrýna seinagang ríkisstjórnarinnar: „Hvaða endemis della er þetta?“ Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2023 18:30 Stjórnarandstöðuþingmenn eru ekki sáttir. Vísir/Vilhelm Þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðu stigu í pontu Alþingis síðdegis til að gagnrýna vinnubrögð ríkisstjórnarinnar en þingflokksformenn fengu skilaboð um kvöldmatarleytið í gær um að til stæði að taka fyrir 56 blaðsíðna frumvarp umhverfisráðherra í dag sem meðal annars inniheldur fjórtán ESB lagagerðir. Þingmennirnir voru einhuga um að þetta væru ófagleg vinnubrögð sem byðu hættunni heim þegar stór mál sem þetta sé tekið fyrir í miklum flýti. Mistök við slíkar aðstæður væru fyrirsjáanleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins kallaði Sjálfstæðisflokkinn Brusselflokkinn og flokksbróðir hans, Bergþór Ólason, var allt annað en ánægður með vinnubrögðin. „Það er auðvitað alveg forkastanlegt að mál eins og þetta sé að koma hér inn í þingið ellefu dögum fyrir áætlaða jólafrestun þingsins og með kröfum um að það sé klárað fyrir árámót. Hvaða endemis della er þetta? Burtséð frá því hver afstaða þingmanna er til málsins.“ Ekki í fyrsta skiptið Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var sama sinnis. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem slík vinnubrögð væru viðhöfð. „Þetta er viðverandi vandamál að það er ætlast til þess að þingið klári einhver risastór mál á handahlaupum út af því að við fáum málin ekki tímanlega frá ráðuneytinu. Við erum búin að vera hérna núna í marga mánuði með eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni. Það er ekkert búið að vera að frétta af ríkisstjórnarmálum, þingmannamál eru búin að halda þinginu hérna gangandi. Svo þegar koma mál sem eiga að vera dagsetningarmál, risastór mál, fjórtán EES-gerðir, þá eigum við að afgreiða það á handahlaupum.“ Þetta bjóði upp á mistök og það sé ólíðandi að slík mál séu unnin ófaglega. „Ég skil ekki hvernig stendur á því að ríkisstjórnin og ráðherrar geta ekki tryggt það að málin þeirra komi til þingsins tímanlega til þess að við getum afgreitt þau á faglegan máta. Það er óþolandi,“ sagði Halldóra og uppskar heyr, heyr úr þingsal. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Miðflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þingmennirnir voru einhuga um að þetta væru ófagleg vinnubrögð sem byðu hættunni heim þegar stór mál sem þetta sé tekið fyrir í miklum flýti. Mistök við slíkar aðstæður væru fyrirsjáanleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins kallaði Sjálfstæðisflokkinn Brusselflokkinn og flokksbróðir hans, Bergþór Ólason, var allt annað en ánægður með vinnubrögðin. „Það er auðvitað alveg forkastanlegt að mál eins og þetta sé að koma hér inn í þingið ellefu dögum fyrir áætlaða jólafrestun þingsins og með kröfum um að það sé klárað fyrir árámót. Hvaða endemis della er þetta? Burtséð frá því hver afstaða þingmanna er til málsins.“ Ekki í fyrsta skiptið Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var sama sinnis. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem slík vinnubrögð væru viðhöfð. „Þetta er viðverandi vandamál að það er ætlast til þess að þingið klári einhver risastór mál á handahlaupum út af því að við fáum málin ekki tímanlega frá ráðuneytinu. Við erum búin að vera hérna núna í marga mánuði með eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni. Það er ekkert búið að vera að frétta af ríkisstjórnarmálum, þingmannamál eru búin að halda þinginu hérna gangandi. Svo þegar koma mál sem eiga að vera dagsetningarmál, risastór mál, fjórtán EES-gerðir, þá eigum við að afgreiða það á handahlaupum.“ Þetta bjóði upp á mistök og það sé ólíðandi að slík mál séu unnin ófaglega. „Ég skil ekki hvernig stendur á því að ríkisstjórnin og ráðherrar geta ekki tryggt það að málin þeirra komi til þingsins tímanlega til þess að við getum afgreitt þau á faglegan máta. Það er óþolandi,“ sagði Halldóra og uppskar heyr, heyr úr þingsal.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Miðflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira