„Ég er ráðinn til að skipuleggja liðið og hafa klárt plan“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 06:31 Halldór Árnason tók við stjórn Blikaliðsins af Óskari Hrafni Þorvaldssyni nú í haust en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins. Vísir / Hulda Margrét Blikar mæta Macabbi Tel Aviv í Sambandsdeildinni á morgun. Leikurinn hefur verið færður af Laugardalsvelli yfir á Kópavogsvöll. Flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki kröfur UEFA og því verður leikurinn klukkan 13:00 á gervigrasinu á Kópavogsvelli. Blikar hafa tapað öllum leikjunum í riðlinum það sem af er. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks er ánægður að liðið fái að leika á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsending klukkan 12:50. „Það voru viss vonbrigði þegar við vissum það á sínum tíma þegar við komumst áfram að við myndum ekki fá að spila á heimavelli. Að fá þennan lokaleik fyrir vonandi sem flesta áhorfendur hér í Kópavoginum á okkar heimavelli er auðvitað mjög jákvætt. Við tökum því klárlega fagnandi,“ sagði Halldór í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hann sagði mikilvægt að leikmenn liðsins væru klárir í hlaup og mikla vinnu í leiknum á morgun. „Við þurfum að vera með plan sem menn kaupa og fara eftir og að allt liðið sé á sömu blaðsíðu. Við þurfum að fá alvöru vinnusemi og dugnað fyrst og fremst. Að menn séu klárir að hlaupa bæði fram og til baka jafn hratt. Svo þurfum við auðvitað að taka boltann niður og þora að spila honum líka okkar á milli. Ef þetta gengur allt saman upp þá eigum við fína möguleika.“ Blikar hafa verið hvattir til að sniðganga leikinn vegna mannúðarkrísunnar fyrir botni Miðjarðarhafs vegna átaka Ísraelhers og Hamas á Gasaströndinni. Sniðganga gæti hins vegar haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir Breiðablik líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. „Ég er ráðinn til að skipuleggja liðið og hafa eitthvað plan klárt fyrir leikinn. Það eru aðrir sem skipuleggja leikinn og ég held það sé UEFA sem skipuleggur þennan leik. Við mætum og gerum allt sem við gerum til að ná góðri frammistöðu og úrslitum.“ Allt viðtal Stefáns Árna við Halldór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Sjá meira
Flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki kröfur UEFA og því verður leikurinn klukkan 13:00 á gervigrasinu á Kópavogsvelli. Blikar hafa tapað öllum leikjunum í riðlinum það sem af er. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks er ánægður að liðið fái að leika á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsending klukkan 12:50. „Það voru viss vonbrigði þegar við vissum það á sínum tíma þegar við komumst áfram að við myndum ekki fá að spila á heimavelli. Að fá þennan lokaleik fyrir vonandi sem flesta áhorfendur hér í Kópavoginum á okkar heimavelli er auðvitað mjög jákvætt. Við tökum því klárlega fagnandi,“ sagði Halldór í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hann sagði mikilvægt að leikmenn liðsins væru klárir í hlaup og mikla vinnu í leiknum á morgun. „Við þurfum að vera með plan sem menn kaupa og fara eftir og að allt liðið sé á sömu blaðsíðu. Við þurfum að fá alvöru vinnusemi og dugnað fyrst og fremst. Að menn séu klárir að hlaupa bæði fram og til baka jafn hratt. Svo þurfum við auðvitað að taka boltann niður og þora að spila honum líka okkar á milli. Ef þetta gengur allt saman upp þá eigum við fína möguleika.“ Blikar hafa verið hvattir til að sniðganga leikinn vegna mannúðarkrísunnar fyrir botni Miðjarðarhafs vegna átaka Ísraelhers og Hamas á Gasaströndinni. Sniðganga gæti hins vegar haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir Breiðablik líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag. „Ég er ráðinn til að skipuleggja liðið og hafa eitthvað plan klárt fyrir leikinn. Það eru aðrir sem skipuleggja leikinn og ég held það sé UEFA sem skipuleggur þennan leik. Við mætum og gerum allt sem við gerum til að ná góðri frammistöðu og úrslitum.“ Allt viðtal Stefáns Árna við Halldór má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Sjá meira