Í tilkynningu frá aðstandendum Sternhagen segir að leikkonan hafi látist á mánudaginn af náttúrulegum orsökum.
Sternhagen fór með hlutverk í sjónvarpsþáttunum ER, þar sem hún fór með hlutverk Millicent Carter, ömmu læknisins Dr. Carter. Þá fór hún með hlutverk Estherar Clavin í sjónvarpsþáttunum Cheers. Sternhagen hlut tvær Emmy-tilnefningar fyrir þann leik.
Leikkonan hlaut einnig Emmy-tilnefningu fyrir leik sinn í þáttunum Sex and the City, þar sem hún fór með hlutverk Bunny McDougal, móður Trey MacDougal, sem leikinn er af Kyle MacLachlan.
Auk framkomu í sjónvarpsþáttum og bíómyndum átti Sternhagen að baki sér langan feril á leiksviði. Hún sýndi fjölda sýninga í leikhúsinu Broadway í New York-borg og hlaut sjö tilnefningar til Tony-verðlaunanna. Þar af hlaut hún verðlaunin í tvígang, fyrst fyrir leik sinn í sýningunni The Doctor og síðar fyrir sýninguna The Heiress.