Henry Kissinger er látinn Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. nóvember 2023 06:49 Kissinger var afar umdeildur. AP/Richard Drew Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og einn valdamesti embættismaður í bandarískri sögu er látinn, hundrað ára að aldri. Ráðgjafafyrirtæki Kissingers tilkynnti um þetta í nótt en hann lést á heimili sínu í Connecticut. Kissinger var gyðingur af þýskum ættum sem flúði nasismann til Bandaríkjanna árið 1938. Hann gekk í herinn og varð síðan virtur fræðimaður á sviði alþjóðastjórnmála. Árið 1969 fékk Richard Nixon forseti hann til að vera sinn helsta ráðgjafa á sviði utanríkismála og 1973 gerði Nixon hann að utanríkisráðherra. Síðar vann hann einnig fyrir Gerald Ford í Hvíta húsinu og var síðan óformlegur ráðgjafi margra forseta á einum eða öðrum tíma. Með Nixon í Hvíta húsinu.AP Á tímum kalda stríðsins hafði Kissinger gríðarleg áhrif þegar kom að afstöðu Bandaríkjanna til ýmissa mála og er honum meðal annars þakkað að samskipti Bandaríkjanna við Kína og Sovétríkin skánuðu til muna frá því sem var á fyrstu árunum eftir seinni heimstyrjöld. Hann var þó einnig harðlega gagnrýndur fyrir afstöðu sína í mörgum málum og sakaður meðal annars um að hafa átt þátt í valdaráni herforingjanna í Síle á sínum tíma, fyrir vandræðin sem Bandaríkjamenn komu sér út í í Víetnam og ekki síst sprengjuárásirnar á Kambódíu. Síðar samdi hann um brotthvarf Bandaríkjahers frá Víetnam of fékk fyrir það friðarverðlaun Nóbels. Forsíður fréttaveita í nú í morgunsárið sýna vel hversu umdeildur hann var; Rolling Stone tímaritið kallar hann stríðsglæpamann sem sé loksins dáinn en Washington Post lýsa honum sem manninum sem hafi mótað heiminn. Með Clinton árið 1995.AP/J. Scott Applewhite Andlát Bandaríkin Kalda stríðið Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kissinger var gyðingur af þýskum ættum sem flúði nasismann til Bandaríkjanna árið 1938. Hann gekk í herinn og varð síðan virtur fræðimaður á sviði alþjóðastjórnmála. Árið 1969 fékk Richard Nixon forseti hann til að vera sinn helsta ráðgjafa á sviði utanríkismála og 1973 gerði Nixon hann að utanríkisráðherra. Síðar vann hann einnig fyrir Gerald Ford í Hvíta húsinu og var síðan óformlegur ráðgjafi margra forseta á einum eða öðrum tíma. Með Nixon í Hvíta húsinu.AP Á tímum kalda stríðsins hafði Kissinger gríðarleg áhrif þegar kom að afstöðu Bandaríkjanna til ýmissa mála og er honum meðal annars þakkað að samskipti Bandaríkjanna við Kína og Sovétríkin skánuðu til muna frá því sem var á fyrstu árunum eftir seinni heimstyrjöld. Hann var þó einnig harðlega gagnrýndur fyrir afstöðu sína í mörgum málum og sakaður meðal annars um að hafa átt þátt í valdaráni herforingjanna í Síle á sínum tíma, fyrir vandræðin sem Bandaríkjamenn komu sér út í í Víetnam og ekki síst sprengjuárásirnar á Kambódíu. Síðar samdi hann um brotthvarf Bandaríkjahers frá Víetnam of fékk fyrir það friðarverðlaun Nóbels. Forsíður fréttaveita í nú í morgunsárið sýna vel hversu umdeildur hann var; Rolling Stone tímaritið kallar hann stríðsglæpamann sem sé loksins dáinn en Washington Post lýsa honum sem manninum sem hafi mótað heiminn. Með Clinton árið 1995.AP/J. Scott Applewhite
Andlát Bandaríkin Kalda stríðið Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira