Skilur reiði fólks en segir tölfræðina tala sínu máli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2023 11:04 Gunnar Gunnarsson er sérfræðingur hjá Creditinfo. „Það sem að gerðist 1. september var að það var gefin út ný reglugerð af dómsmálaráðuneytinu sem breytir reglunum um það hvernig lánshæfismat er búið til. Og þá er það lagt í hendurnar á fjárhagsupplýsingastofu, sem sagt á okkur, að meta það hvaða vanskilaupplýsingar á að nota. Og kaldur sannleikurinn er sá að ef að fólk hefur lent í því einhvern tímann að borga ekki skuldir sínar til baka, þá er það ólíklegra en aðrir til að borga þær í framtíðinni.“ Þetta sagði Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þegar rætt var um hörð viðbrögð fólks við breyttu matsfyrirkomulagi hjá fyrirtækinu. „Það er alltaf þannig að þegar lánshæfismat er uppfært að þá breytist vægi þátta. Og mjög margir flytjast um einn flokk; upp eða niður um einn flokk. Sem skiptir flesta engu máli,“ sagði Gunnar. Vanskilin allt að 80 prósent í neðsta flokki Flokkarnir væru fimmtán; frá A1 þar sem einn til tveir af þúsund færðu í vanskil á ári og til E3, þar sem vanskilatíðnin væri 50 til 80 prósent. Gunnar var sérstaklega spurður að því hvað gerðist þegar fólk félli úr B flokki í C flokk, þar sem vanskil eru 5 til 10 prósent. „Í raunveruleikanum þýðir það að þú getur ekki fengið sjálfvikra afgreiðslu lána,“ sagði hann. „Þú stoppar í sjálfvirku ferli. Þannig að ef þú ert á netinu, ert að reyna að sækja þér lán þar... flestir lánveitendur nota þetta sem einhvers konar „stopper“, til að skoða þig betur.“ Gunnar sagði þetta eitthvað misjafnt milli lánastofnana en yfirleitt þýddi lánshæfismat upp á C eða lægra að lánveitendur væru teknir til nánari skoðunar. Þetta þýddi þó alls ekki að menn fengju ekki lán eða væru ólíklegri til þess, þeir væru bara ólíklegri. Hann benti á að veð skiptu einnig verulegu máli og sagðist ekki vita til þess að breytt lánshæfismat hefði áhrif á lán sem lántakandi væri með fyrir. Eftir að ný reglugerð tók gildi hefði Creditinfo farið í þá vinnu að skoða hversu löng vanskilasaga hefði spágetu um framtíðina og lánshæfismatið hefði síðan verið uppfært í takt við það. Áður hefði verið horft til árs en nú væri það þannig að vanskil fyrndust á fjórum árum en hægt væri að skoða söguna sjö ár aftur í tímann. „Þegar þú ert á vanskilaskrá færðu ekki lánshæfismat, því þá eru 100 prósent líkur á að þú farir í vanskil,“ útskýrði Gunnar. „Af því að þú ert í vanskilum. Þannig að þegar þú ert farinn út þá erum við að meta hversu líklegt er að þú farir inn aftur.“ Íslendingar góðir lántakendur Að öllu jöfnu tæki það fólk um það bil tvö ár að komast aftur í B flokk eftir að það væri komið úr vanskilum en það gæti einnig farið þá leið að koma upplýsingum til Creditinfo um nýja stöðu mála, ef það teldi hana geta haft áhrif á lánshæfismatið. „Íslendingar eru mjög góðir lántakar og sem betur fer er það þannig að langflestir eiga enga sögu um fyrri vanskil,“ sagði Gunnar. „Sko, ég skil alveg fólkið sem er á Facebook rosalega reitt. Því það eru einstaklingarnir sem eru að lend í því að það er að vakna upp þessi saga sem þeir héldu að væri gleymd. Ég get alveg sett mig í þeirra spor og þau eru auðvitað reið. En engu að síður er það þannig að tölfræðin er bara mjög skýr; að þeir sem hafa einhvern tímann ekki greitt í fortíðinni eru líklegri til að gera það ekki í framtíðinni.“ Gunnar sagðist ekki hafa áhyggjur af kvörtunum Neytendasamtakanna og fleiri til Persónuverndar; það væri eðlilegur farvegur mála. Uppfært klukkan 11.50: Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem margt af því sem Gunnar sagði í samtalinu við Bítið í morgun er endurtekið. Í tilkynningunni segir einnig: „Við uppfærsluna batnaði lánshæfismat hjá um 25% þjóðarinnar á meðan það versnaði hjá um 15% og stóð í stað hjá 60%. Flestar breytingar voru þó litlar, hnikun um einn til tvo flokka (t.d. frá A3 upp í A1). Hin aukna notkun á vanskilasögu varð til þess að innan við 1% þjóðarinnar fór úr flokkum A eða B, niður í C1 eða neðar.“ Þá er því neitað að Creditinfo hafi með nokkru móti farið á svig við lög, enda hafi lánshæfismatið verið uppfært til að tala tillit til nýrrar reglugerðar. Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Neytendasamtökin gagnrýna harðlega framgöngu Creditinfo „Meðferð Creditinfo á viðkvæmum persónuupplýsingum um fjárhag einstaklinga gæti farið á svig við lög og starfsleyfi fjárhagsupplýsingafyrirtækisins, að mati Neytendasamtakanna og VR. Hafa samtökin því sent Persónuvernd erindi þess efnis og óskað eftir flýtimeðferð.“ 30. nóvember 2023 10:09 Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48 Mest lesið Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þetta sagði Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þegar rætt var um hörð viðbrögð fólks við breyttu matsfyrirkomulagi hjá fyrirtækinu. „Það er alltaf þannig að þegar lánshæfismat er uppfært að þá breytist vægi þátta. Og mjög margir flytjast um einn flokk; upp eða niður um einn flokk. Sem skiptir flesta engu máli,“ sagði Gunnar. Vanskilin allt að 80 prósent í neðsta flokki Flokkarnir væru fimmtán; frá A1 þar sem einn til tveir af þúsund færðu í vanskil á ári og til E3, þar sem vanskilatíðnin væri 50 til 80 prósent. Gunnar var sérstaklega spurður að því hvað gerðist þegar fólk félli úr B flokki í C flokk, þar sem vanskil eru 5 til 10 prósent. „Í raunveruleikanum þýðir það að þú getur ekki fengið sjálfvikra afgreiðslu lána,“ sagði hann. „Þú stoppar í sjálfvirku ferli. Þannig að ef þú ert á netinu, ert að reyna að sækja þér lán þar... flestir lánveitendur nota þetta sem einhvers konar „stopper“, til að skoða þig betur.“ Gunnar sagði þetta eitthvað misjafnt milli lánastofnana en yfirleitt þýddi lánshæfismat upp á C eða lægra að lánveitendur væru teknir til nánari skoðunar. Þetta þýddi þó alls ekki að menn fengju ekki lán eða væru ólíklegri til þess, þeir væru bara ólíklegri. Hann benti á að veð skiptu einnig verulegu máli og sagðist ekki vita til þess að breytt lánshæfismat hefði áhrif á lán sem lántakandi væri með fyrir. Eftir að ný reglugerð tók gildi hefði Creditinfo farið í þá vinnu að skoða hversu löng vanskilasaga hefði spágetu um framtíðina og lánshæfismatið hefði síðan verið uppfært í takt við það. Áður hefði verið horft til árs en nú væri það þannig að vanskil fyrndust á fjórum árum en hægt væri að skoða söguna sjö ár aftur í tímann. „Þegar þú ert á vanskilaskrá færðu ekki lánshæfismat, því þá eru 100 prósent líkur á að þú farir í vanskil,“ útskýrði Gunnar. „Af því að þú ert í vanskilum. Þannig að þegar þú ert farinn út þá erum við að meta hversu líklegt er að þú farir inn aftur.“ Íslendingar góðir lántakendur Að öllu jöfnu tæki það fólk um það bil tvö ár að komast aftur í B flokk eftir að það væri komið úr vanskilum en það gæti einnig farið þá leið að koma upplýsingum til Creditinfo um nýja stöðu mála, ef það teldi hana geta haft áhrif á lánshæfismatið. „Íslendingar eru mjög góðir lántakar og sem betur fer er það þannig að langflestir eiga enga sögu um fyrri vanskil,“ sagði Gunnar. „Sko, ég skil alveg fólkið sem er á Facebook rosalega reitt. Því það eru einstaklingarnir sem eru að lend í því að það er að vakna upp þessi saga sem þeir héldu að væri gleymd. Ég get alveg sett mig í þeirra spor og þau eru auðvitað reið. En engu að síður er það þannig að tölfræðin er bara mjög skýr; að þeir sem hafa einhvern tímann ekki greitt í fortíðinni eru líklegri til að gera það ekki í framtíðinni.“ Gunnar sagðist ekki hafa áhyggjur af kvörtunum Neytendasamtakanna og fleiri til Persónuverndar; það væri eðlilegur farvegur mála. Uppfært klukkan 11.50: Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem margt af því sem Gunnar sagði í samtalinu við Bítið í morgun er endurtekið. Í tilkynningunni segir einnig: „Við uppfærsluna batnaði lánshæfismat hjá um 25% þjóðarinnar á meðan það versnaði hjá um 15% og stóð í stað hjá 60%. Flestar breytingar voru þó litlar, hnikun um einn til tvo flokka (t.d. frá A3 upp í A1). Hin aukna notkun á vanskilasögu varð til þess að innan við 1% þjóðarinnar fór úr flokkum A eða B, niður í C1 eða neðar.“ Þá er því neitað að Creditinfo hafi með nokkru móti farið á svig við lög, enda hafi lánshæfismatið verið uppfært til að tala tillit til nýrrar reglugerðar.
Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Neytendasamtökin gagnrýna harðlega framgöngu Creditinfo „Meðferð Creditinfo á viðkvæmum persónuupplýsingum um fjárhag einstaklinga gæti farið á svig við lög og starfsleyfi fjárhagsupplýsingafyrirtækisins, að mati Neytendasamtakanna og VR. Hafa samtökin því sent Persónuvernd erindi þess efnis og óskað eftir flýtimeðferð.“ 30. nóvember 2023 10:09 Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48 Mest lesið Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Neytendasamtökin gagnrýna harðlega framgöngu Creditinfo „Meðferð Creditinfo á viðkvæmum persónuupplýsingum um fjárhag einstaklinga gæti farið á svig við lög og starfsleyfi fjárhagsupplýsingafyrirtækisins, að mati Neytendasamtakanna og VR. Hafa samtökin því sent Persónuvernd erindi þess efnis og óskað eftir flýtimeðferð.“ 30. nóvember 2023 10:09
Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48