Hvergerðingar undrast yfirlýsingar nágranna sinna um virkjun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 11:45 Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði, bendir á að málið snúist um Reykjadal, svæði þar sem fari tugþúsundir ferðamanna um á hverju ári. Vísir/Vilhelm/Getty Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar undrast hálýstar yfirlýsingar í fjölmiðlum um virkjanaáform í Ölfusdal og samstarf Orkuveitu Reykjavíkur, Sveitarfélagsins Ölfuss og Títans, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Forseti bæjarstjórnar segir áformin skerða lífsgæði, regluverkið sé þannig að bærinn hafi í raun ekkert um þetta að segja. Bæjarstjórnin lýsir undrun sinni í samhljóða bókun á bæjarstjórnarfundi. Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að fulltrúar meiri-og minnihluta hafi verið sammála í málinu. Eins og Vísir greindi frá í gær tilkynntu Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan um áform um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis á blaðamannafundi. Furðulegt að fara af stað Í bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar kemur fram að Ölfusdalur sé að stærstum hluta í Hveragerði og að minnihluta í Ölfusi. Furðulegt sé að fara af stað með slík áform án þess að bærinn eigi aðkomu að málinu. „Því ljóst sé að virkjanaframkvæmdir munu hafa mest áhrif á íbúa Hveragerðisbæjar. Í þessu samhengi má nefna a þau óþægindi sem íbúar Hveragerðis og nágrennis hafa orðið af borholum á Hellisheiði, með aukinni jarðskjálftavirkni vegna niðurdælingar, loftmengun og hávaðamengun sem berst íbúum þegar borholurnar eru látnar blása.“ Útivistarperla Þá segir bæjarstjórn í bókun sinni að í Ölfusdal sé að finna fjölbreytta aðstöðu til útvistar og íþrótta. Þar megi nefna golfvöll, knattspyrnuvöll, sviflínu og gönguleiðir. „Í undirbúningi er frekari uppbygging í Ölfusdal í þágu útivistar og nálægðar við náttúruna. Umræður og ákvarðanir um virkjanir í og við náttúrperlur eins og Ölfusdal, og í næsta nágrenni við íbúabyggð, eru því mál sem þarf að vanda sérstaklega vel til og hafa víðtækt samráð við íbúa og ferðaþjónustuaðila.“ Fram kemur að bærinn leggist gegn því að rannsóknarleyfi verði veitt í Ölfusdal fyrr en náið og eðlilegt samráð verði haft við sveitarfélagið og íbúa þess. Því er beint til OR, Títan og Ölfuss auk stjórnvalda að tryggja aðkomu Hveragerðisbæjar að öllum áformum um virkjanaframkvæmdir í Ölfusdal verði áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar um rannsóknarleyfi eða framkvæmdir. Örstutt frá byggð í Hveragerði Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að full samstaða hafi verið í bókuninni um málið. Minnihluti D-lista hafi einnig greitt henni atkvæði. „Það voru allir sammála þessu og það eru allir mjög hissa á þessum vinnubrögðum,“ segir Njörður. Hvernig munuð þið beita ykkur í málinu? „Þetta er svolítið skrítin staða vegna þess að Hveragerði er umlykið Ölfusi og Ölfusdalur þar sem þau vilja virkja er bæði í Ölfusi og Hveragerði. Þannig að áin sem rennur í gegnum dalinn skiptir sveitarfélögunum. Ölfus og Orkuveitan, Títan hefur í hyggju að fara að virkja Ölfus megin.“ Njörður segir alveg ljóst að um sé að ræða mikla náttúruperlu. Þar fari tugþúsundir ferðamanna upp í Reykjadal á hverju ári. „Og þetta er tvo kílómetra frá ystu byggð í Hveragerði. Regluverkið er þannig að Hveragerði hefur í raun og veru ekkert um þetta að segja. Þannig að þessir aðilar fara bara af stað án þess að spyrja okkur. Þeir spyrja okkur ekki álits. Það er málið og þetta hefur áhrif á okkar lífsgæði og við viljum ráða því hvað verður í okkar næsta nágrenni.“ Orkumál Hveragerði Ölfus Jarðhiti Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bæjarstjórnin lýsir undrun sinni í samhljóða bókun á bæjarstjórnarfundi. Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að fulltrúar meiri-og minnihluta hafi verið sammála í málinu. Eins og Vísir greindi frá í gær tilkynntu Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan um áform um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis á blaðamannafundi. Furðulegt að fara af stað Í bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar kemur fram að Ölfusdalur sé að stærstum hluta í Hveragerði og að minnihluta í Ölfusi. Furðulegt sé að fara af stað með slík áform án þess að bærinn eigi aðkomu að málinu. „Því ljóst sé að virkjanaframkvæmdir munu hafa mest áhrif á íbúa Hveragerðisbæjar. Í þessu samhengi má nefna a þau óþægindi sem íbúar Hveragerðis og nágrennis hafa orðið af borholum á Hellisheiði, með aukinni jarðskjálftavirkni vegna niðurdælingar, loftmengun og hávaðamengun sem berst íbúum þegar borholurnar eru látnar blása.“ Útivistarperla Þá segir bæjarstjórn í bókun sinni að í Ölfusdal sé að finna fjölbreytta aðstöðu til útvistar og íþrótta. Þar megi nefna golfvöll, knattspyrnuvöll, sviflínu og gönguleiðir. „Í undirbúningi er frekari uppbygging í Ölfusdal í þágu útivistar og nálægðar við náttúruna. Umræður og ákvarðanir um virkjanir í og við náttúrperlur eins og Ölfusdal, og í næsta nágrenni við íbúabyggð, eru því mál sem þarf að vanda sérstaklega vel til og hafa víðtækt samráð við íbúa og ferðaþjónustuaðila.“ Fram kemur að bærinn leggist gegn því að rannsóknarleyfi verði veitt í Ölfusdal fyrr en náið og eðlilegt samráð verði haft við sveitarfélagið og íbúa þess. Því er beint til OR, Títan og Ölfuss auk stjórnvalda að tryggja aðkomu Hveragerðisbæjar að öllum áformum um virkjanaframkvæmdir í Ölfusdal verði áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar um rannsóknarleyfi eða framkvæmdir. Örstutt frá byggð í Hveragerði Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, segir í samtali við Vísi að full samstaða hafi verið í bókuninni um málið. Minnihluti D-lista hafi einnig greitt henni atkvæði. „Það voru allir sammála þessu og það eru allir mjög hissa á þessum vinnubrögðum,“ segir Njörður. Hvernig munuð þið beita ykkur í málinu? „Þetta er svolítið skrítin staða vegna þess að Hveragerði er umlykið Ölfusi og Ölfusdalur þar sem þau vilja virkja er bæði í Ölfusi og Hveragerði. Þannig að áin sem rennur í gegnum dalinn skiptir sveitarfélögunum. Ölfus og Orkuveitan, Títan hefur í hyggju að fara að virkja Ölfus megin.“ Njörður segir alveg ljóst að um sé að ræða mikla náttúruperlu. Þar fari tugþúsundir ferðamanna upp í Reykjadal á hverju ári. „Og þetta er tvo kílómetra frá ystu byggð í Hveragerði. Regluverkið er þannig að Hveragerði hefur í raun og veru ekkert um þetta að segja. Þannig að þessir aðilar fara bara af stað án þess að spyrja okkur. Þeir spyrja okkur ekki álits. Það er málið og þetta hefur áhrif á okkar lífsgæði og við viljum ráða því hvað verður í okkar næsta nágrenni.“
Orkumál Hveragerði Ölfus Jarðhiti Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira